Tölvuleikjaiðnaðurinn er vaxandi grein á Íslandi. Stofnuð voru samtök á síðasta ári meðal tölvuleikjaframleiðenda á Íslandi sem heita Icelandic Gaming industry. Þar eiga 8 fyrirtæki sæti sem samtals velta um 10 milljörðum króna á ári, en þess ber að geta að velta CCP er þar af um 7 milljarðar. Innan þessara fyrirtækja starfa í kringum 350 starfsmenn á Íslandi og gert er ráð fyrir að starfsmannafjöldinn muni þrefaldast á næstu fimm árum og þá væntanlega tekjurnar líka.
Það frábæra við tölvuleikjaiðnaðinn er að fyrirtækið sem framleiðir leikinn og viðskiptavinurinn þurfa ekki að vera staðsettir í sama landi og þess vegna er Ísland alveg jafn samkeppnishæft í þessum geira eins og önnur lönd og jafnvel betur í stakk búið ef horft er til menntunar og reynslu þjóðarinnar. Það sem skiptir máli er að einstaklingar hafi er að hafa aðgang að netinu, en í dag eru um 1,7 milljarður einstaklinga með netaðgang og því vaxtarmöguleikar og tækifæri fyrir tölvuleikjaframleiðendur gríðarleg.
Greinarhöfundur heimsótti höfuðstöðvar CCP fyrr í dag en fyrirtækið er staðsett á Granda í afar glæsilegu húsi með útsýni yfir líflega Reykjavíkurhöfn. Á Íslandi starfa um 270 starfsmenn bæði íslenskir og erlendir hjá fyrirtækinu með mjög mismunandi menntun t.d. starfar heimspekingur hjá þeim, nú svo og hagfræðingur, verkfræðingar, tölvunarfræðingar, viðskiptafræðingar og svo mætti lengi telja.
EVE online leikurinn hefur slegið í gegn um allan heim og eru nú um 330. þúsund sem spila leikinn í 190 löndum og þess ber að geta að hann var valinn leikur ársins eða (MMO = Massively Multiplayer Online Game) 2009 af PC Gamer virtu tölvuleikjatímariti. Á teikniborðinu eru hins vegar tveir aðrir leikir DUST 514 og World of Darkness sem spennandi verður að fylgjast með á komandi árum.
Mikilvægt er fyrir tölvuleikjaiðnaðinn sem og aðra atvinnustarfsemi að skapa hér stöðugleika þannig að atvinnurekendur geti gert framtíðarplön og gengið út frá ákveðnum fyrirframgefnum forsendum. Jafnframt er mikilvægt að gjaldeyrishöftin verði afnumin og skattaumhverfi fyrirtækja gert hagfellt þannig að hagstætt sé að reka hér fyrirtæki. Það er allra hagur að hér sé hagfellt umhverfi fyrir fyrirtæki enda fái þau að vaxa og dafna skapa þau störf og verðmæti sem er afar mikilvægt fyrir þjóðfélagið í heild.
- Þessi blessaða veira er fordómalaus, reynum að vera það líka - 30. mars 2021
- Má ég faðma þig? - 13. janúar 2021
- Til hamingju Frú Vigdís - 15. apríl 2020