Evrópulaun

Umræður um lýðræði og ýmis afbrigði á lýðræðinu hafa mjög verið til umræðu eftir bankahrunið. Vilja sumir auka þátttöku þjóðarinnar í mikilvægum ákvörðunum en aðrir vilja frekar að við framseljum frekara vald til Evrópusambandsins og fáum fulltrúa á þeim vettvangi við ákvarðanatökur. Í öllu falli er ljóst að töluverður kostnaður fylgir lýðræðinu og ætla ég að gægjast aðeins ofan í launaumslag Evrópuþingmannsins hér á eftir.

Umræður um lýðræði og ýmis afbrigði á lýðræðinu hafa mjög verið til umræðu eftir bankahrunið. Vilja sumir auka þátttöku þjóðarinnar í mikilvægum ákvörðunum en aðrir vilja frekar að við framseljum frekara vald til Evrópusambandsins og fáum fulltrúa á þeim vettvangi við ákvarðanatökur. Í öllu falli er ljóst að töluverður kostnaður fylgir lýðræðinu og ætla ég að gægjast aðeins ofan í launaumslag Evrópuþingmannsins hér á eftir.

Fram að gildistöku Lissabonnsáttmálans voru launakjör Evrópuþingmanna þau sömu og hjá venjulegum þingmönnum landsins sem Evrópuþingmaðurinn kom frá. Þótti þetta heldur óréttlátt kerfi þar sem sumir þingmenn frá fyrrum sovétlýðveldum voru rétt svo að þéna rúmar þúsund evrur á mánuði á meðan ítalskir þingmenn voru með rúmar tólf þúsund evrur. Til þess að jafna þetta út og í raun gera sumum þingmönnum kleift að lifa við sæmileg kjör í Brussel voru teknar upp ýmsar aukagreiðslur til handa þingmönnunum, svo sem dagpeningar og annað slíkt. Nú, eftir að Lissabonnsáttmálinn tók gildi jöfnuðust laun Evrópuþingmanna og fá þeir allir 7665 € í laun á mánuði, en aðrar greiðslur halda sér.

Þannig fá Evrópuþingmenn aukalega 44.000 £ á ári í greiðslur fyrir útlögðum kostnaði (án þess að leggja fram kvittanir), 290 € á dag ef þingmaður mætir í vinnuna í þinghúsið (skattfrjálst), þó tvöfaldast upphæðin ef þingmaðurinn mætir eftir 22 á kvöldin eða fyrir 7 á morgnana og þarf þingmaðurinn ekki að eiga annað erindi en að vilja fá tvöfalda dagpeninga þann daginn. Einnig er allur ferðakostnaður Evrópuþingmanna greiddur, eins og eðlilegt verður að teljast. Gert er ráð fyrir því að Evrópuþingmaður ferðist ávallt á viðskiptafarrými og fari heim til sín í hverri viku, auk þess sem þeir fá 4500 € til annarra ferðalaga um heiminn á ári. Þar sem Evrópuþingmenn þurfa að búa í Brussel og ferðast heim til sín að þá fá þeir einnig vikulegar greiðslur, distance allowances, til þess að bæta þeim upp þá ákvörðun þeirra að sækjast eftir starfi fjarri heimabyggð.

Evrópuþingmönnum er einnig uppálagt að vera með skrifstofur. Flestir eru með nokkra aðstoðarmenn í Brussel auk skrifstofu og starfsfólk í heimalandinu. Til þess að standa straum af þessu fá Evrópuþingmenn 203.000 £ á ári til skrifstofuhalds. Hefur oft borið á því að þetta fé sé notað til annars. Frægur skandall var þegar upp kom fyrir nokkrum árum að tveir þingmenn höfðu boðið riturum sínum launahækkun gegn reglulegu kynlífi.

Það er ljóst að Evrópuþingmenn þurfa ekki að svelta, enda er svo komið í flestum ef ekki öllum ríkjum ESB að það þykir mun fínna að vera Evrópuþingmaður en venjulegur þingmaður, enda mun betur borgað. Þingmenn virðast þó ekki hafa það ofgott því ráðgert er að hækka laun þeirra og reyndar allra starfsmanna ESB um 3,7% á árinu. Krafan um launahækkun hefur þó mælst illa fyrir meðal aðildarríkjanna og er svo komið að framkvæmdastjórninn hefur ákveðið að kæra aðildarríkin fyrir Evrópudómstólnum fyrir að standa í vegi fyrir launahækkuninni. Þess má geta að launahækkunin er einnig á laun dómara við Evrópudómstólinn svo þeir fá þarna tækifæri til að ákveða rættmæti eigin launahækkunar.

Latest posts by Páll Heimisson (see all)