Slúður er ópíum fólksins. Vinsælustu heimasíðurnar sem við skoðum eru slúðursíður og vinsælustu dálkarnir sem við lesum eru slúðurdálkar. Fólki finnst forvitnilegt að skoða nýja kjólinn hennar Rihönnu, velta fyrir sér hvert Madonna fari í lýtaaðgerðir og að David Beckham telji, eftir að hafa virkilega vandað valið, að Tom Cruise sé myndarlegasti karlmaður sem hann hafi hitt.
Sú frétt sem hefur slegið hvað mest í gegn á þessu ári er þó án efa slúðurfréttin um Tiger Woods. Ímyndin um góða kirkjustrákinn sem rakaði sig með gillette rakvélablöðum breyttist fljótlega eftir að konan hans mölvaði afturrúðunni á bifreið Tiger, til að bjarga honum eftir „slys“. Í ljós kom að slysið var ekki slys, heldur orsök bræðikast frú Tiger eftir að hún komst að framhjáhaldi hans.
Frú Tiger var þó ekki sú eina sem komst að framhjáhaldinu. Mörg hundruð konur út um allan heim fór að tilkynna meint ástarsamband sitt með Tiger Woods, og nokkrar þeirra, rúmlega tíu talsins, gátu sýnt fram á einhverskonar sannanir eða áhugaverða sögu sem gerði frásögn þeirra nægilega trúverðuglega til að fjölmiðlar birtu frásögnina.
Aðgerðir Tiger hafa kveikt loga í kaffistofum landsmanna. Ef vandlega er hlustað má heyra hvernig landsmenn skipta sér í nokkra skoðanahópa um málefni Tigers. Fyrsti hópurinn telur að kona Tiger Woods eigi að fara frá honum. Annar hópurinn telur að hún eigi að fyrirgefa honum. Þriðji hópurinn telur að Tiger hafi verið í fullum rétti, hann sé sex mánuði að heima frá frúnni og einn ríkasti maður í heimi, hann megi því gera eins og honum sýnist. Fjórði hópurinn predikar síðan siðfræði gagnvart hinum hópunum og gagnrýnir þá fyrir að hafa skoðanir á þessum málum yfir höfuð.
Á föstudögum getur verið ágætt að ræða eitthvað annað en hagfræðilega heimsmálaheimspeki. Þá er slúðrið ágæt staðkvæmdarvara.
- Fjárhættuspil á Íslandi? - 24. febrúar 2010
- Tiger Woods hélt framhjá! - 17. desember 2009
- Alþjóðleg Athafnavika er hafin! - 18. nóvember 2009