Ég hef ávallt haft unun að fylgjast með undraleikmanninum Tiger Woods spila golf í sjónvarpi alveg síðan hann byrjaði að vekja athygli fyrir einstakan leik árið 1996. Það er óhætt að segja að ég hafi í fyrsta skipti fengið áhuga á íþróttinni þegar þessi tvítugi leikmaður vann 2 PGA-mót á sína fyrsta ári sem atvinnumaður árið 1996 og hefur aðdáun á Mr. Woods einungis vaxið með árunum.
Fjölmargir félagar og vinir deila þessari aðdáun og er hann eins og allir sem fylgjast með almenningsumræðu um golfíþróttina einn frægasti og vinsælasti leikmaður allra tíma. Hefur aðdáunin um víða veröld verið svo gríðarleg að Tiger hefur meira verið líkt við guð heldur en manneskju.
Umfjöllunin hefur þó verið öðruvísi undanfarnar vikur. Hafa fréttir borist í gegnum fjölmiðla um meint framhjáhöld Tiger og er eiginkona hans Elin Nordegren víst búinn að elta hann með hans atvinnutækjum og eftir það ákveðið að yfirgefa eiginmanninn sinn vegna viðurkenndrar hliðarspora Tiger Woods í gengnum árin.
Fjölmiðlar út um allan heim hafa gripið tækifæri og sett hinu færustu slúðursérfræðinga á stúfanna til að fá eins margar og mismunandi sögur af Tiger og hinum 10 til 50 mismunandi hjákona sem spretta nú upp út um alla Ameríku. Hinir ýmsu sérfræðingar á hinu sálræna sviði hafa verið fengnir í hina ótrúlegustu spjallþætti til að greina aðstæður, sálgreina út frá myndum og upptökum hugsanlegar persónulegar ástæður fyrir hliðarsporum Tiger. Og ýmsir í Bandaríkjunum eru æfir hversu slæma ímynd Tiger Woods gefur af sér með þessari hegðun og er hann orðinn að skotmarki ótrúlegustu hópa, málsvara og einstaklinga.
Undirritaður hefur ekki sett sig inn í umfjöllunina enn þó verður að segja að það er leiðinlegt að herra og frú Woods eiga í hjónabandserfiðleikum. Þó vaknar spurningin um hvort að hin eiginlegu framhjáhöld Tigers séu aðalatriðið fyrir marga heldur fremur það að margir eru að vakna upp við vondan draum og að átta sig á því Tiger Woods er ekki hálfguð eftir allt saman heldur bara mannlegur.
Því verður ekki hjá komist að gruna að það hlakki í sumum og er það því miður eitt af okkar mannlegu einkennum að við veltum okkur gjarnan upp úr óförum annarra, sérstaklega þegar einstaklingarnir eru frægir fyrir hæfileika sína eða af öðrum ástæðum. Vill höfundur meina að hjá sumum er það einfaldlega hin mannlega öfund sem tekur völdin og fær útrás þegar „loksins“ eitthvað gruggugt kemur upp á yfirborðið.
Tiger Woods er eins og við öll mannlegur með sína kosti og galla. Ástæðurnar fyrir hliðarsporunum geta verið eins margar og við öll getum fundið upp enn það mun ekki hjálpa hvorki honum né fjölskyldu hans að vinna úr sínum málum á meðan fjölmiðlar og við sem kaupum þá gefum þeim svigrúm til þess. Eins og allir aðrir þá á Tiger Woods og fjölskylda rétt á friðhelgi einkalífs síns.
Fjölskyldur lenda í erfiðleikum og er það mikið átak finna úrlausn á þeim öllum. Og það er ekki einungis hin almenni borgari sem upplifir það heldur eru hinir efnuðu og þeir íþróttamenn sem ná árangri ekkert undanteknir þeirri reglu. Undirritaður óskar því Tiger og hans fjölskyldu þess að þau geti unnið úr sínum málum, fundið þá lausn á stöðunni sem passar þeim og að hin frábæri golfspilari Tiger Woods geti haldið áfram að vinna við það sem hann hefhefur unnið við síðan árið 1996.
Gleðileg jól
Hallgrímur Viðar Arnarson
- Blygðunarkennd þjóðarinnar - 30. október 2010
- Mikilvægi frelsisins - 30. ágúst 2010
- Fyrningarleiðin frá sjónarhóli landkrabba - 29. apríl 2010