Mikilvægasta breytan í formúlunni

Í síðustu viku var þáttur sýndur í Þýska ríkissjónvarpinu um Ísland og var viðfangsefnið niðursveiflan og hvernig Íslendingar bregðast við hinum breyttu aðstæðum. Hingað til hefur fréttaflutningurinn verið meira á neikvæðu mótunum og vilja sumir benda á Ísland sem skólabókadæmi hversu niðursveiflan hefur leikið hinn vestræna heim illa. En umfjöllunin í þættinum sem sýndur var í síðustu viku var á öðrum nótum og fékk höfund til að líta á aðstæður frá fleiri hliðum enn fjölmiðlar hafa viljað líta á.

Í síðustu viku var þáttur sýndur í Þýska ríkissjónvarpinu um Ísland og var viðfangsefnið niðursveiflan og hvernig Íslendingar bregðast við hinum breyttu aðstæðum. Hingað til hefur fréttaflutningurinn verið meira á neikvæðu mótunum og vilja sumir benda á Ísland sem skólabókadæmi hversu niðursveiflan hefur leikið hinn vestræna heim illa. En umfjöllunin í þættinum sem sýndur var í síðustu viku var á öðrum nótum og fékk höfund til að líta á aðstæður frá fleiri hliðum enn fjölmiðlar hafa viljað líta á.

Höfundi er ljóst að aðstæður eru mun verri en í uppsveiflunni undanfarin ár. Það eru miklir erfiðleikar sem steðja að og áður enn endurskipulagningu fjármálalífsins er lokið verður erfitt að gera sér grein fyrir hver hin raunveruleg staða er. Núverandi ríkistjórn virðist vera máttlaus til að takast á við vandann en til að beina kastljósinu frá sinni eigin vanhæfni nota meiri slagorð í pontu alþingis og vanhugsaðar skyndilausnir í stað þess að koma með heildstæða sýn á hvernig lausnin á vandanum getur litið út.

Súrefnisleysið á atvinnumarkaðinum er kæfandi fyrir samfélagið, greiðslubyrði heimilanna er eru skuggalegar, skuldir þjóðarbúsins komnar yfir hundrað prósent af vegir landaframleiðslu. Skattaáform vinstri stjórnarinnar virka lamandi fyrir samfélagið og fasteignamarkaðurinn í alkuli. Við fyrstu sýn virðist allt vera vonlítið og erfitt. En það gleyma flestir mikilvægustu breytunni í öllu dæminu en að þeirri breytu komum við síðar.

Þó að innlendir fjölmiðlar fjalli nánast ekkert um það þá er umheimurinn í svipaðri stöðu og við Íslendingar. Til dæmis ef litið er á landið þar sem þátturinn var sýndur, Þýskaland, þá er raunatvinnuleysið farið hækkandi og skuldir þjóðarbúsins kominn upp í 1.900 milljarða €vra.

Mörg stór og fræg fyrirtæki eins og Opel, Quelle og Karstadt eru í miklum erfiðleikum og í þokkabót er mikil hætta er á að hinn sterki bifreiðaiðnaður landsins muni fara illa út úr næsta ári þar sem styrkir frá ríkinu til bifreiðakaupa fellur niður um áramótin og eru sérfræðingar hræddir um að salan muni dragast saman til muna. Margföldunaráhrifin af samdrættir í stærsta iðnaði landsins er gífurlegur og mun leiða til mikillar hækkunar á atvinnuleysi í landinu. Er það alls ekki vænlegt því á sumum svæðum í Þýskalandi er nú þegar um 25% atvinnuleysi. Því er óhætt að segja að eftir að þingkosningar eru yfirstaðnar og allt púðrið, sem sett var í efnahagslífið til að að halda efnahagsmálum stöðugum fram yfir kosningar, horfið er hinn Þýski almenningur að átta sig á hversu erfið staðan er raunverulega.

Áðurnefndur þáttur fjallaði í raun ekki um efnahagsvandann eða hina pólitísku efnahagskreppu ríkistjórnarinnar. Ekki eitt orð var nefnt um Icesave samningana eða umsókn Íslands að ESB. Kastljósinu var beint að Íslenskum almenningi og hvernig við sem einstaklingar tökum uppbyggilega á okkar málum við breyttar aðstæður. Það var hið raunverulega fréttaefni sem vakti athygli blaðamannanna.

Fjallað var um fimm einstaklinga úr mismunandi aðstæðum og hvernig niðursveiflan breytti aðstæðum þeirra. Sumir högnuðust enn aðrir misstu allt. Enn eitt áttu okkar landsmenn sameiginlegt. Í stað þess að leggjast niður í sjálfsvorkunn báru allir höfuðið hátt, breyttu aðstæðum sínum með nýjum hugmyndum eða fóru einfaldlega að vinna við önnur störf sem falla ekki undir þeirra áunna menntun eða reynslu. Sumir stefndu á að stækka fyrirtækið sitt og ein ung kona sem hafði starfað sem byggingarverkfræðingur hefur snúið sér að fatahönnun og eftirspurnin orðin það mikil að hún er farin að ráða í stöður til að geta framleitt nógu mikið.

Mikilvægasta breytan í formúlunni tengda uppbyggingu landsins okkar er og verður hinn íslenski almenningur og okkar áræðni að gefast aldrei upp. Í gegnum söguna höfum við mætt hverju mótlætinu á fætur öðru enn ávallt stöndum við storminn af okkur. Við finnum alltaf leið til að standa aftur upp og er enginn breyting á í þessari niðursveiflu.

Við erum það raunverulega afl sem mun byggja upp framtíð íslands. Stjórnmálamenn geta haft áhrif á hvert við stefnum enn það verður ávallt við sem munu ganga veginn og enginn mun gera það fyrir okkur. Því er það í okkar höndum sem frjálsum einstaklingum í frjálsu landi að vinna að þeim lausnin sem þörf er á og drífa þetta samfélag áfram úr lægðinni og inn í framtíðina.

Latest posts by Hallgrímur Viðar Arnarson (see all)