Fyrr í vikunni var sýnd í ríkissjónvarpinu ágæt heimildarmynd Höllu Kristínar Einarsdóttur um Konur á rauðum sokkum. Eins og nafnið gefur til kynna þá var þetta heimildarmynd um Rauðsokkurnar, kvennahreyfingu, sem var upp á sitt besta á áttunda áratugnum. Kvikmyndin hlaut m.a. áhorfendaverðlaunin, Einarinn, á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði um hvítasunnuna s.l. sumar.
Í myndinni segja Rauðsokkurnar sjálfar frá uppgangi og endalokum hreyfingarinnar en bæði má líklega rekja til þeirrar róttækni sem einkenndi Rauðsokkurnar og varð til þess að afla þeim bæði vinsælda og óvinsælda.
Mikil stefnubreyting átti sér stað á Rauðsokkahreyfingunni árið 1975 þegar hópur þeirra ákvað að tengja réttindabaráttu kvenna við stéttabaráttu og marka hreyfingunni farveg á djúpt á vinstri væng stjórnmálanna en fram að þeim tíma höfðu konur úr öllum stjórnmálaflokkum starfað með Rauðsokkunum. Baraáttan fyrir jöfnum rétti karla og kvenna á síðari hluta 20. aldarinnar er oft eignuð kvennahreyfingunni sem átti upptök sín í Rauðsokkunumm sem þorðu að bjóða borgararlegum hefðum birginn á áttunda áratugnum. Barátta þeirra og aðferðir höfðu vafalaust áhrif á þau klassíku viðmið og norm sem fólk hafði um konur á þeim tíma. Þó ég geti seint fallist á þau meðöl, t.d. kynjakvóta, sem margar baraáttukonur vilja beita í svokallaðri jafnréttisbaráttu í dag þá áttu Rauðsokkur sér eitt stefnumál sem ég get verið sammála.
Á fyrri hluta 8. áratugarins unnu Rauðsokkurnar að ýmsum ágætum málum og var eitt helsta stefnumál þeirra að auka frelsi og sjálfstæði kvenna með talsverðri áherslu á kynferðismál. Rauðsokkur aðhylltust t.a.m. mjög einstaklingsmiðaða stefnu í fóstureyðingarmálum og voru þeirrar skoðunar að konan ein ætti að ákveða hvort fóstri væri eytt.
Árið 1973 var lagt fram frumvarp á Alþingi sem viðurkenndi rétt konunnar en Rauðsokkur áttu fulltrúa í nefnd sem vann að frumvarpinu. Það frumvarp þótti hins vegar svo eldfimt að það varð aldrei að lögum og lögin frá 1975 (http://www.althingi.is/lagas/nuna/1975025.html) sem við búum við enn þann dag í dag viðurkenna ekki þennan rétt kvenna til að ákveðja sjálfar hvort þær láta eyða fóstri eða ekki.
Lögin um fóstureyðingar tilgreina ýmsar ástæður sem þurfa að liggja að baki til að slík aðgerð sé heimiluð og miðað við þann fjölda fóstureyðinga sem framkvæmdar eru hér á landi á ári hverju og það hversu auðvelt virðist vera að fá samþykki tilhlýðilegra aðila fyrir slíkum aðgerðum þá virðist í praksís þessi réttur konunnar vera til staðar. Það er nokkuð athyglisvert að nú yfir þrátíu árum síðar höfum við ekki tekið það skref að viðurkenna þennan rétt kvenna bókstaflega.
Heimild:
http://www.kvennasogusafn.is/Kvennasaga/Nyjakvennahreyfingin/raudsokkur.html
- (Háskóla)menntun sem nýtist í starfi - 28. janúar 2021
- Spurðu lögmanninn - 29. september 2020
- Blómaskeið netverslunar loksins runnið upp? - 2. apríl 2020