Síðasta þriðjudag var ég svo heppin að vera boðið í hamborgaraveislu hjá bróður mínum. Eftir matinn fórum við öll að spjalla og ég spurði hvað þeim hafði þótt um afmæli tunglferðanna, sem var daginn áður. Þau komu bæði af fjöllum og höfðu ekki hugmynd um hvað ég var að tala. Kannski höfðu bróðir minn og mágkona lítið fylgst með fréttunum daginn áður eða kannski alls ekki. Ég hafði nefnilega sjálfur tekið eftir því hve lítið talað var um þessi mál á hérlendis. Meðan að erlendar fréttaveitur höfðu fylgst ítarlega með þessu síðan 16. júlí síðastliðinn en þá voru 40 ár frá geimskoti Apollo 11. Fjórum dögum síðar eða þann 20. júlí lentu fyrstu mennirnir á tunglinu.
Síðustu vikuna hef ég verið nánast límdur við tölvuskjáinn út af þessu. Það hafa verið búnar til sérstakar vefsíður, myndbönd og fréttaskýringarþættir tileinkaðir þessu málefni. Vissulega hefur mikið verið um að vera hérlendis en það var sorglegt að sjá hve mikið af fólki var bara alveg sama. Það er ákveðin hluti fólks sem finnst þessar geimferðir manna vera tímaeyðsla og peninginn megi nota í annað og betra.
Þetta sjónarmið hefur mér alltaf þótt mjög undarlegt því að í grunninn hefur maður alltaf leitað út í hið óþekkta. Frá því að forfeður okkar gengu frá afríku og þar til að Kólumbus sigldi til Ameríku hafa menn sótt í að finna nýja heim og lönd. Í mínum hug hafa tilraunir mansins í geimnum verið áframhald á þessu. Þarna eru ný ævintýri, ný tækifæri og nýir sjóndeildarhringir.
Margir hafa líka ekki gert sér neina grein fyrir þeim afleiðingum sem tunglferðirnar höfðu. Tækninýjungar sem komu fram á þessum tíma nýtast heimsbyggðinni í dag. Til dæmis eru demparar úr geimbúningunum í dag notaðir sem loftpúðar í hlaupaskóm. Fæstir gera sér þó grein fyrir að stærsta breytingin var hugarfarsleg og kom frá ljósmynd sem tekin var af geimförum Apollo 8 árið 1968. Þar er sést Jörðin rísa upp frá sjóndeildarhring tunglsins og var þetta fyrsta myndin tekin af mönnum sem sýnir plánetuna okkar í þessu ljósi. Það að sjá heiminn sem litla blá kúli í hafi af myrkri breytti kannski ekki heimsmynd vísindanna en fáir höfðu fyrir þetta áttað sig á hve lítil við vorum í raun. Mynd, sem heitir „Earthrise“ þessi hefur verið valin áhrifamesta náttúrlífsmynd allra tíma af tímaritinu Life.
Þetta var á sínum tíma gífurlega dýrt verkefni og erfitt að hugsa sér stærðina á því í dag. Við verðum þó að líta aftur og spyrja af hverju er 40 ár liðin án þess að nokkuð fleira hafi verið gert. Síðan þá hafa menn ekki farið út fyrir lægri sporbraut og nú lítur út fyrir að Bandaríkin muni ekki einu sinni geta ferðast þangað sjálfir. Því geimferjunni mun vera lagt á næsta ári og engin nýr ferðamáti er tiltækur, nema með aðstoð Rússa.
Á þessu síðustu og verstu tími tel ég glæsilegt að minnast á þennan áfanga og sorglegt hve fáir tóku eftir. Ísland, meira en mörg önnur lönd, þarf áminningu á hvað menn geta gert og hversu litlar hindranirnar í raun eru. Saman með nægilega miklu átaki getum við allt.
Ég læt nokkra hlekki fylgja fyrir áhugasama:
http://www.digitaljournalist.org/issue0309/lm11.html
http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/8156483.stm
http://wechoosethemoon.org/
http://www.google.com/moon/
P.S. Ef þú trúir ekki á tunglferðirnar áttu skilið að verða kýldur í andlitið: http://www.youtube.com/watch?v=ZOo6aHSY8hU&eurl=http://www.facebook.com/einarleif%3Fref%3Dname&feature=player_embedded
- Af veirum og vöðvabólgum - 19. nóvember 2020
- Minningahöll að molum orðin - 5. október 2015
- Steypum yfir miðbæinn! - 30. september 2015