Byltingarskyndibiti

Í gær rugluðust fjögurhundruð manns í ríminu þegar þeir mættu á Austurvöll til að mótmæla ástandinu. Þeir hjóta að hafa gleymt því að Vinstri grænir og Samfylkingin tóku við stjórnartaumunum fyrir tæpum fimm mánuðum síðan. Það er óhugsandi að fólk mótmæli vitandi vits fyrstu vinstri stjórninni á Íslandi.

Í gær rugluðust fjögurhundruð manns í ríminu þegar þeir mættu á Austurvöll til að mótmæla ástandinu. Þeir hjóta að hafa gleymt því að Vinstri grænir og Samfylkingin tóku við stjórnartaumunum fyrir tæpum fimm mánuðum síðan. Það er óhugsandi að fólk mótmæli vitandi vits fyrstu vinstri stjórninni á Íslandi.

Eða vissi allt þetta fólk hverjir halda um stjórnartaumana? Ætlast það til að fyrsta vinstri stjórnin á Íslandi hlaupi upp til handa og fóta og komi með lausnir þó að heimili og fyrirtæki berjist í bökkum? Málgagn Vinstri grænna, Smugan, svarar þeirri „frekju og fyrirgangi.“.

Þessi pistill á Smugunni hefur vakið mikla athygli enda bendir hann til þess að byltingin hafi étið börnin sín og það á mettíma, einskonar byltingarskyndibiti. Þeir sem hafa fylgst með skrifum Smugunnar í vetur muna vel að þar var öllum mótmælum fram að stjórnarslitum gerð góð skil og fólk hvatt til að mæta. Núna er það til marks um frekju og fyrirgang að mati Smugunnar að mótmæla.

Formenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hafa verið með stöðluð viðbrögð við allri gagnrýni á þeirra störf frá því að þeir tóku við völdum 1. febrúar síðastliðinn. Þeir tóku einfaldega við svo slæmu búi frá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og … ja, Samfylkingarinnar. Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Samfylkingar fyrir kosningar einkenndist af sama málflutningi nema þá kyrjuðu þeir líka í bland að þeir hefðu svo lítinn tíma.

Fólk hefur ekki þolinmæði fyrir brenglaðri forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sem fjallað var um í Deiglupistli í gær. Í janúarmótmælunum var mikið gert úr því að á dagskrá þingsins væri frumvarp um sölu áfengis í matvörubúðum. Málið kom reyndar ekki til umræðu í þinginu þar sem flutningsmaður frumvarpsins óskaði eftir því að það væri tekið af dagskrá. En núna vill fólk ekki heldur heyra af því að þingmenn, sérstaklega þeir sem líta á sig sem fulltrúa byltingarinnar og boðbera nýrra tíma, geri það að sínu helsta baráttumáli að þurfa ekki að ganga með bindi í þingsal, að sumartíma sé komið á og argaþrasi um þingflokksherbergi.

Stjórnvöld þurfa nú að standa sig í stykkinu og skapa skilyrði til að þjóðfélagið geti byggt sig upp að nýju. Hættið að afsaka ykkur með því að benda á aðra, hættið að týna ykkur í flokkspólitískum deilumálum og stillið fókusinn á það sem skiptir máli.

Latest posts by Sigríður Dögg Guðmundsdóttir (see all)

Sigríður Dögg Guðmundsdóttir skrifar

Sigga Dögg hóf að skrifa á Deigluna í júlí 2005.