Heilbrigðisráðherra

Eftir að kosningunum lauk hefur tekið dágóðan tíma fyrir stjórnaflokkana að klára sín mál og mynd ríkisstjórn. Það mun verða forvitnilegt að sjá hverjir verða ráðherrar og hvort einhverjir verða settir út í kuldann. Sérstaklega er ég forvitinn að sjá hvort að Ögmundur Jónasson muni halda áfram sem heilbrigðisráðherra. Enda leiðir hann ekki lengur kjördæmi sitt og hefur ekki staðið sig nægilega vel í sinni stuttu ráðherratíð.

Eftir að kosningunum lauk hefur tekið dágóðan tíma fyrir stjórnaflokkana að klára sín mál og mynd ríkisstjórn. Það mun verða forvitnilegt að sjá hverjir verða ráðherrar og hvort einhverjir verða settir út í kuldann. Sérstaklega er ég forvitinn að sjá hvort að Ögmundur Jónasson muni halda áfram sem heilbrigðisráðherra. Enda leiðir hann ekki lengur kjördæmi sitt og hefur ekki staðið sig nægilega vel í sinni stuttu ráðherratíð.

Eitt af fyrstu verkum heilbrigðisráðherra var að vinda ofan af öllum skiplagsbreytingum sem forveri hans hafði gert. Það má vel vera að hann hafði verið ósammála þeim en næstum algert aðgerðaleysi hefur ríkt síðan. Að vísu voru komugjöld niðurfelld en það er ekki hagræðing í rekstri. Einnig hefur ráðherrann þá rætt um meiri þátttöku ríkisins í tannlækningum barna og unglinga, sem mun heldur ekki hjálpa til við niðurskurð í heilbrigðiskerfinu.

En hvað ætlar Ögmundur þá að gera? Helstu lausnir í niðurskurði eiga vera launalækkanir starfsfólks því að ráðherrann viðist skorta hugrekki til að ganga í skipulagsbreytingar, enda eru þær óvinsælar. Þetta er þó ekki algjör vitleysa því laun eru víst um 70% af heilbrigðiskostnaði þjóðarinnar. Væri samt ekki betra að líta á kerfið og skiplag því það hefur sjaldan verið talið mjög hagkvæmt. Til dæmis fá læknar á landsbyggðinni talsvert hærra kaup en þeir á höfuðborgarsvæðinu og sérfræðingar í hlutastarfi fá borgað fyrir fullt starf.

Heilbrigðisráðherra virðist svo vera algerlega ónæmur þegar kemur að því að sæta ábyrgð. Hann eru í nú einn af fáum alþingismönnum sem ber beina sök á skuldum þjóðarinnar, þar sem hann stjórnaði Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Þetta er eini lífeyrissjóðurinn sem hefur ríkisábyrgð og þegar að lífeyrisréttinda annarra landsmanna skerðast þá mun Ögmundur senda reikninginn upp á næstum 500 milljarða beint til ríkissjóðs.

En við getum ekki bara talið upp slæma hluti. Heilbrigðisráðherra hefur afþakkaði talsvert af opinberum launum, nú síðast afþakkaði hann ráðherralaun. Ég vona bara hann nái að spara 440.000.000.000 kr. Enda hefur hann kostað þjóðina það, síðast þegar gáð var.

Eftir að hafa kíkt yfir feril Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra þá er ekki mikið um góða hluti. Því vona ég að ný ríkisstjórn sjái sér fært um að finna einhvern annan í starfið.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.