Margir kjósendur virðast hafa áttað sig á að breytingar á röð á kjörseðlum og útstrikanir hafa nú loksins raunverulegt vægi. Þannig var mikið um útstrikanir í nokkrum kjördæmum og tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins færðust niður um sæti í kjölfar þeirra. En raunar má vel vera að breytingarnar líklegast orðið meiri ef kjósendur væru betur meðvitaðir um hvernig best sé að breyta seðlinum til að koma vilja sínum til skila.
Kjósendur hafa nú tvær leiðir til að breyta kjörseðlinum, þeir geta strikað út frambjóðendu eða breytt röð þeirra. Áhrifaríkasta leiðin til koma vilja sínum til skila er að blanda þessu tvennu saman, þ.e.a.s. strika út einn frambjóðanda og setja helsta keppinaut hans í fyrsta sæti.
Hefði kjósandi Samfylkingarinnar í Reykjavík-Norður til dæmis viljað losna við Steinunni Valdísi af þingi hefði besta herfræðin verið að strika hana út ásamt því að setja Mörð Árnason í fyrsta sæti. Það voru 12% kjósenda sem strikuðu út nafn Steinunnar Valdísar en 17% hefðu þurft að gera það til að Mörður Árnason færi á þing í stað hennar. Hins vegar hefðu rétt rúm 11% prósent kjósenda geta fellt Steinunni Valdísi af þingi með því að nota áðurnefnda blandaða aðferð.
Því hefði Steinunn Valdís geta dottið út af þingi ef andstæðingar hennar hefðu kosið „betur“ gegn henni, en raunar fékk Mörður Árnason töluvert af útstrikunum sjálfur sem þýðir raunar að hún héldi samt þingsætinu en það hefði verið ansi tæpt.
Annar þingmaður sem fékk mikið af útstrikunum á sig er Guðlaugur Þór Þórðarson, en um 27% kjósenda Sjálfstæðisflokksins strikuðu yfir nafn hans sem varð til þess að hann færðist niður um eitt sæti á listanum. Til að hann missti þingsætið hefðu 44% þurft að að gera það. En ef kjósendur hefðu beitt áðurnefndri blandaðri aðferð og sett Erlu Ósk Ásgeirsdóttur (deiglupenna) í fyrsta sæti auk þess að strika út Guðlaug Þór hefði þurft 33%, til að Guðlaugur Þór missti þingsætið sitt.
Þá strikuðu 17% út Árna Johnsen í Suðurkjördæmi sem var nóg til að fella hann niður um eitt sæti. Til að fella Árna um tvö sæti og þar með burt af þing hefði 25% kjósenda þurft að beita blönduða aðferðinni, þ.e.a.s. strika út Árna og setja frambjóðanda Írisi Róbertsdóttur í eftsa sæti listans.
Þórunn Sveinbjarnardóttir var strikuð út af 8% kjósenda S-listans í Suðvestur kjördæmi en 14% hefðu þurft að strika yfir Þórunni til að hún mundi falla um sæti en 11% ef kjósendu beittu blandaðri aðferð. Svipuð hlutföll eiga við Þorgerði Katrínu.
Athygli vakti að tíundi hver kjósandi Borgarahreyfingarinnar strikaði út Þráinn Bertelsson í Reykjavíkurkjördæmi en 25% hefðu þurft að gera það til að hann féll af þingi.
- Einyrkjar undir eftirliti - 11. maí 2009
- Hún fyrnir hann… hún fyrnir hann ekki… hún fyrnir hann… - 7. maí 2009
- Frábærar NBA-nætur - 5. maí 2009