Í vor verður kosið um á hvaða grunngildum skal byggja íslenskt samfélag. Í dag skiptir mestu máli að eyða þeirri óvissu sem ríkir um framtíðina. Það gerum við með því að tala skýrt og einbeita okkur að þeim verkefnum sem við blasa þ.e. að lækka vexti, endurreisa bankakerfið og ná með því tryggja þeim heimilum og fyrirtækjum, sem á þurfa að halda, endurfjármögnun.
Íslensk þjóð samanstendur af kraftmiklum og duglegum einstaklingum sem vilja standa sig og hafa löngun til að sjá hag sínum og fjölskyldu sinnar borgið. Við þurfum að virkja þann kraft sem býr í íslendingum til þess að endurreisa efnahag landsins. Það er ekki vænlegt til árangurs að ríkið taki yfir rekstur fyrirtækja en mörg þeirra eru nú á forræði bankanna. Ríkisvæðing atvinnulífsins er því raunverulegur möguleiki sem er hættuleg staða fyrir íslenska þjóð. Hlutverk stjórnmálamanna er að skapa atvinnulífinu þau skilyrði að fyrirtækin nái að styrkjast, blómstra og skapa meiri gjaldeyristekjur.
Ég trúi á fólkið í landinu. Ég trúi því að ef við byggjum á framtaki og hugmyndaauðgi einstaklingsins þá sé framtíðin björt. Með bjartsýni, dugnað og framtak að vopni munu einstaklingarnir endurreisa Ísland.
Unnur Brá Konráðsdóttir er sveitarstjóri í Rangárþingi eystra og gefur kost á sér í 2. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
- Framtíðin sem við skuldum - 30. nóvember 2020
- Alþingi í gíslingu - 11. júlí 2009
- Tækifæri til að efna fögur fyrirheit - 16. júní 2009