Það er athyglisvert þegar skoðaður er munurinn á stjórnmálum í litlum og stórum samfélögum. Í landi eins og Bandaríkjunum eru margir kjósendur þannig að nauðsynlegt er fyrir menn afla sér fylgis í gegnum stefnu yfirlýsingar og auglýsingar. Í litlum löndum er aftur á móti mögulegt fyrir mann að ná kjöri einungis ef hann þekkir nógu marga og er vinsæll á meðal þeirra.
Þegar litið er á stærri samfélög er yfirleitt mikið af hæfum einstaklingum um hverja stöðu. Menn eru oft valdir eftir flóknu umsóknarferli sem felur í sér talverða skriffinnsku. Ef ritfrelsi er í viðkomandi ríki getur verið frekar erfitt að koma tengdum aðilum í stöður án þess að það vekji einhverja eftirtekt.
Í litlum ríkjum er oft annað upp á tengingum og ekki ólíklegt að tengdir aðilar sæki um stöður. Félagsskapur og stjórnmálaleg tengsl eru oft ekki augljós. Fjölmiðlar veita því oftast bara áberandi málunum athygli á meðan annað sleppur án nokkurra vandræða.
Ísland er oft ofarlega á listum yfir lönd með litla spillingu, enda er hér lítið um mútur og þess háttar. Aftur á móti geta menn komist mjög langt á vinskap og frændsemi. En er það eitthvað minni spilling?
Það getur verið mjög erfitt að koma auga á það þegar menn fá störf í gegnum sambönd. Það er algerlega óásættanlegt að óhæfir einstaklingar séu að fá störf út vinskap. Við verðum að reyna passa upp á að svona eigi sér ekki stað sérstaklega núna þegar við höfum séð hvaða afleiðingar það getur haft. Í útlöndum líta menn á svona lagað hornauga, þetta þykir sveitamennska af verstu sort. Ef Ísland ætlar að endurheimta eitthvað af virðingu sinni er nauðsynlegt svona kunningsskapur sé lágmarkaður og hæfir menn gangi öðrum framar.
- Af veirum og vöðvabólgum - 19. nóvember 2020
- Minningahöll að molum orðin - 5. október 2015
- Steypum yfir miðbæinn! - 30. september 2015