Eins og öllum er kunnugt um hafa stjórnvöld á undanförnum árum unnið að því að losa ríkið undan ýmsum rekstri, sem betur er komið fyrir í höndum einkaaðila. Fjármálastofnanir, byggingarfyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki hafa verið seld með mjög góðum árangri fyrir íslenskt þjóðfélag. Fleiri fyrirtæki hafa verið nefnd til sögunnar í þessum efnum og Íslandspóstur er eitt þeirra. Hvernig væri nú að lista upp topp 10 ástæður þess að hefja söluferli á Póstinum:
1. Mjög stór hluti af núverandi starfsemi Íslandspósts er nú þegar í bullandi samkeppni við einkaaðila.
2. Fyrir nokkrum áratugum var Íslandspóstur (Póstur og sími) með einkaleyfi á svo til öllum póstsendingum. Núna er Íslandspóstur einungis með einkarétt á mjög litlum hluta eða bréfum undir 50g.
3. Koma í veg fyrir að ríkisfyrirtæki kaupi upp fleiri einkafyrirtæki (t.d. þegar Íslandspóstur keypti prentsmiðjuna Samskipti).
4. Skv. samþykkt Evrópusambandsins (nær einnig til EES landa) verður bannað að gefa út einkaleyfi á póstþjónustu til ríkisfyrirtækja frá 1. janúar 2011.
5. Stjórnvöld eru því skuldbundið til að afnema einkaleyfi Íslandpóst á bréfum undir 50g þrátt fyrir að ekki sé vitað til að nein vinna við lagabreytingar þar af lútandi sé farin í gang.
6. Ekki þarf að örvænta um póstsendingar til afskekktra staða á landinu. Stjórnvöld gætu farið í alútboð á þjónustu til svæða sem ekki standa undir sér á markaðsforsendum, sambærilegt við þá leið sem farin hefur verið í fjarskiptageiranum. Allir gætu tekið þátt í slíku útboði.
7. Staða Íslandspósts er mjög sterk í augnablikinu og því líklegt að ríkið (og þar með almenningur) fengi gott verð fyrir Póstinn á næstu árum.
8. Líklegt að einkaaðilar gætu nýtt góða eiginfjárstöðu Íslandspóst til frekari vaxtar, sem myndi skila mun meiri skatttekjum í ríkiskassann, svipað og hefur gerst hjá öðrum fyrirtækjum sem ríkið hefur selt.
9. Meira að segja sósíalveldið Frakkland er að hugsa um að selja stóran hluta af Le Poste.
10. Það gleymdist þegar Síminn var seldur.
- Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum - 11. nóvember 2010
- Störfin sem vaxa ekki á trjánum - 22. september 2010
- Viðhorf á villigötum - 11. ágúst 2010