Í dag fer fram eflaust ein vinsælasta ganga landsins, í dag er Gleðigangan svo kallaða. Gleðigangan hefur gengið Laugarveginn undanfarin ár og hefur svo sannarlega birt upp sumardagana okkar. Gleðigangan er orðinn fastur liður eins og Verslunarmannahelgin, Menningarnótt og 17. júní, í göngunni koma saman jafnt samkynhneigðir og gagnkynhneigðir til þess að gleðjast og halda áfram að berjast fyrir fullu jafnrétti fyrir samkynhneigða.
Gleðigangan er hluti af Hinsegin dögum í Reykjavík á þeim er mikið að gerast margt skemmtilegt m.a. listsýningar, messur og böll en hápunkturinn er alltaf gangan mikla. Sérstaða göngunnar á Íslandi er að þar koma saman mun fleiri en bara samkynhneigt fólk því þar safnast saman allir þeir sem vilja gleðjast, berjast og fagna. Í fyrra er talið að í göngunni hafi verið um fimmtíu þúsund manns, það er meira en 10% þjóðarinnar, hversu frábært er það?
Í dag hefur staða samkynhneigðra batnað mjög, flest baráttumál síðustu ára eru komin í höfn en enn stendur þó eitt stórt mál eftir og það eru hjúskaparlögin. Eins og staðan er í dag þá geta samkynhneigðir gift sig hjá sýslumanni eða álíka embætti og fengið svo blessun hjá trúfélagi ólíkt því sem er hjá gagnkynhneigðum því þá getur presturinn gift parið.
Sumum kann að finna þetta mjög léttvægt mál en svo er í raun ekki, í dag er árið 2008 og eru 30 ár síðan að stofnaður var baráttuhópur fyrir réttindum samkynhneigðra, ætti þá jafnréttið ekki að vera komið til fulls? Mín skoðun er einfaldlega sú að það ætti ekki að skipta máli hver kynhneigð þín er gagnvart lögunum, hvað kemur það einhverjum við?
Ég vona að Alþingi klári þetta mál sem fyrst og sjái til þess að hér eftir verði engin mismunun gagnvart samkynhneigðum.
Svo vonast ég til þess að sjá sem flesta í göngunni gleðilegu.
- Óður til Dollýar - 29. júlí 2021
- Aðförin að heilbrigðisþjónustu landsmanna - 9. júní 2021
- Þegar mennskan hverfur - 26. apríl 2021