Það þykir ekki sjálfsagður hlutur í dag að gefa tíma sinn til að hjálpa öðrum í neyð. En konurnar í Mæðrastyrksnefnd eru einmitt dæmi um slíkt. Mæðrastyrksnefnd á sér langa sögu en það var fyrir rétt um áttatíu árum síðan að nefndin var stofnuð.
Forsaga þess að nefndin var stofnum var sú að 27. febrúar 1928 drukknuðu fimmtán skipsverjar á togaranum Jóni forseta þegar skipið strandaði. Hugur almennings var opinn fyrir því að koma ekkjum og föðurlausum börnum til hjálpar. Hinn 20. apríl 1928 komu 22 konur, fulltrúar frá 10 kvenfélögum, saman á fund að Kirkjutorgi 4 í Reykjavík og var Mæðrastyrksnefndin stofnuð á þeim fundi. Laufey Valdimarsdóttir var kjörin formaður og sama vor opnaði nefndin skrifstofu í húsi Guðspekifélagsins í Reykjavík.
Á þessum árum störfuðu kvenfélög með þeim hætti að konur í kvenfélögum fóru inn á heimili hjá þeim sem minna mega sín og einnig hjá sængurkonum og aðstoðuðu við húsverkin. Svo var það einnig hjá Mæðrastyrksnefnd en þá fóru nokkrar konur inn á heimili fólks og aðstoðuðu við húsverkin og gáfu fólki mat.
Eitt fyrsta verkefni nefndarinnar var að vinna að því að allar einstæðar mæður, ekkjur, ógiftar og fráskildar, fengju rétt til að fá greidd meðlög með börnum sínum. Jafnframt var unnið að því að þær fengju mæðralaun sem nægðu til að tryggja afkomu heimilanna.
Árið 1939 var nefndin endurskipulögð og gerð að sjálfstæðri stofnun. Er nefndin nú samstarfsverkefni 8 kvenfélaga sem eru: Kvenréttindafélag Íslands, Hvítabandið, Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna, Félag háskólakvenna, Kvenfélag framsóknarkvenna, Kvenfélag Alþýðuflokksins, Thorvaldsensfélagið og Húsmæðrafélag Reykjavíkur.
Í dag er nefndin til húsa í Hátúni 12 og þangað er hægt að koma með fatnað og annað sem vill gefa. Úthlutun er alla miðvikudaga kl. 14 til 17, nema yfir sumarmánuðina. Í starf Mæðrastyrksnefndar veljast góðviljaðar, ákveðna, traustar og óeigingjarnar konur. Þær eru góðmennskan uppmáluð og það er ekki á allra færi að gefa svona af sér og ekki eru launin alltaf þakklæti, því fólk er jú misjafnt að upplagi og ekki allir sem eru þakklátir. Það þarf því breitt bak og mikla þolinmæði í þessa sjálfboðavinnu.
Heimild: www.maedur.is síða Mæðrastyrksnefndar
- Áður en ég dey… - 10. júlí 2008
- Góðmennskan og hjálpsemin uppmáluð í 80 ár - 25. júní 2008
- Öfgar og áróður - 12. apríl 2008