Undanfarnar vikur hafa bandarískar fjölskyldur tekið á móti skattaendurgreiðslum frá ríkisstjórninni sem eru ætlaðar til þess að virka sem mótvægi gegn samdrætti. Í hvað fara peningarnir?
Endurgreiðslurnar voru settar í lög í Janúar síðastliðnum að áeggjan Ben Bernanke seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Bernanke vildi fá snöggar, áhrifaríkar aðgerðir frá hinu opinbera og var samþykkt að leggja 150 milljarða dala í verkefnið.
Endurgreiðsluávísanirnar voru í kringum 50.000 kr á hvern einstakling (600 USD) eða 100.000 kr á hvert par (1.200 USD) auk þess sem fólk fékk um 25.000 kr fyrir hvert barn (300 USD).
Nú þegar fólk hefur fengið þennan pening í hendurnar þá vaknar spurningin: Hvað gerir almenningur við peningana? Er ekki galið að leyfa fólki að halda tekjunum sínum? Eyðir það ekki öllu í vitleysu?
Samkvæmt rannsóknarstofnun verslunarinnar í Bandaríkjunum þá ætluðu flestir að eyða endurgreiðslunum í bensín, matvæli og að greiða niður skuldir. Hlutfall þeirra sem höfðu (þegar spurt var fyrst) í Janúar ætlað að kaupa sér húsgögn og Spa ferðir hafði lækkað stórlega í Maí. Ennfremur kom í ljós þegar ávísanirnar komu í hús að það varð ekki mælanleg hækkun á sölutölum í fataverslunum í Bandaríkjunum.
Aðgerðin hefur reynst svo vinsæl að Barack Obama hefur þegar tilkynnt að hann ætli sér að hafa aðra umferð af skattendurgreiðslum á næsta ári.
Sú staðreynd að skattaendurgreiðslur eru notaðar til þess að greiða niður skuldir og takast á við hækkandi bensín- og matarverð vekur upp þá spurningu hvort íslenska ríkisstjórnin ætti ekki að taka sig til og lækka skatta á almenning.
Almenningur fengi þá kærkomnar tekjur aftur til sín sem hann gæti notað til þess að greiða niður skuldir og kaupa sér nauðsynjar eins og hefur sýnt sig í Bandaríkjunum að hann gerir.
Galin hugmynd?
Heimild:
http://www.fastcompany.com/articles/2008/06/rebate-checks.html?page=0%2C1
Hvað er fólk að gera við skattaendurgreiðsluna:
www.howISpentMyStimulus.com
- Róleg og aflslöppuð aðgerðaráætlun í loftslagsmálum - 28. júlí 2021
- Í hvernig umhverfi blómstrar nýsköpun? - 8. júní 2021
- Viðskipti á tímum Covid - 20. maí 2021