Við búum í samfélagi þar sem eðlilegt þykir að geta fengið tímabundna einokun á nýjum hugmyndum. Hægt er að fá einkaleyfi á margar tegundir hugmyndi, allt frá stjórnunarkerfum að flóknustu tækninýjungum. Margir telja þetta kerfi sjálfsagt og hafa sumir telja jafnvel að gott kerfi einkaleyfa sé ástæða velgengi Bandaríkjanna á síðustu öld. En er þetta kerfi sjálfsagt? Skilar það okkur hraðri tækniþróun en annars væri til staðar?
Lyfjaiðnaðurinn er líklegasta besta dæmi um virkni einkaleyfa. Óvíst er hvort fyrirtæki myndu leggja jafn mikinn kostnað í rannsóknir ef samkeppnisaðilinn myndi stela hugmyndinni eins fljótt og varan væri kominn á markað. Þó skulum við gera okkur grein fyrir að þróun myndi alls ekki stöðvast algerlega. Menn sjá alltaf hagnaðarmöguleika í nýjum vörum. Einnig myndu háskólar og aðrar þess háttar stofnanir alltaf halda áfram lyfjaþróun. Fyrirtækin myndu væntanlega leggja meiri áherslur á að bæta núverandi vörur og rannsaka lækningar á algengust sjúkdómum samfélagsins.
Aftur á móti er hugbúnaðargeirinn algengasta dæmið þegar talað er um óskilvirkni kerfisins. Á níunda áratugnum náði Microsoft algerum yfirburðum í markaðsstöðu á móti Apple, það hafði þó ekkert með gæði að gera. Markaðsyfirburðir náðust vegna opnari afstöðu Microsoft. Hver sem er gat búið til forrit fyrir Windows en einungis Apple framleiddi vörur fyrir sínar tölvur. Í dag hafa hugmyndir um algerlega frjálst flæði upplýsinga (“open source”) náð talverðum vinsældum í iðnaðnum. Þessi aðferð hefur ekki þótt mjög markaðsvæn en hefur aftur á móti skilað af sér betri vöru og hraðari þróun. Því að í stað þess að treysta bara á eigin starfsmenn til að prófa og betrun bæta hugbúnaðinn þá nýtast allir áhugamenn í heiminum.
Hverjir eru þá kostir og gallar kerfisins? Ef sótt er um einkaleyfi þá er nauðsynlegt að gefa upp allar upplýsingar varðandi vöruna. Þetta leiðir til þess að fyrirtæki halda ekki tækninýjungum fyrir sig og því ætti að skila sér í fleiri uppfinningum þegar fram líða stundir. En er það málið? Væri ekki betra að lofa markaðnum að þróast eðlilega frekar en að gefa einum aðilla einokunarstöðu í 20 ár. Myndi þróun tækninnar ekki verða hraðari ef hver sem er gæti haft sitt innlegg?
Sjá má út frá hugmyndafræði hugbúnaðargeirans, “open source”, að í algerlega opnu kerfi myndi tækninýjungar eiga sér stað hraðar. Aftur á mót er kerfið ekki svo einfalt. Stór fyrirtæki myndu alltaf sjá hagnað í að halda upplýsingunum fyrir sig og þannig hindra samkeppni. Því á kerfið rétt á sér innan sumra greina þar sem tækninýjungar eru flóknar og dýrar. Í öðrum iðnaði þar sem þróun er hröð og ódýr er kerfið ekki nauðsynlegt og hindrar þróun frekara en hitt. Eitt hljótum við þó að vera sammála um 20 ár er of langur tími til að hafa sérstöðu á markaðnum.
- Af veirum og vöðvabólgum - 19. nóvember 2020
- Minningahöll að molum orðin - 5. október 2015
- Steypum yfir miðbæinn! - 30. september 2015