Umræðuumræðan

Mikið hefur verið rætt um umræðuna um ESB-aðild Íslands. Mörgum hefur þótt sem umræðan hafi verið á villigötum og er ekki annað hægt en játa að umræðan um umræðuna hafi vissulega ekki verið á háu plani. Jafnvel að um umræðustjórnmál af verstu sort hafi verið að ræða.

Mikið hefur verið rætt um umræðuna um ESB-aðild Íslands. Mörgum hefur þótt sem umræðan hafi verið á villigötum og er ekki annað hægt en játa að umræðan um umræðuna hafi vissulega ekki verið á háu plani. Jafnvel að um umræðustjórnmál af verstu sort hafi verið að ræða.

Líklegast á ég sjálfur heilmikla sök á því að hafa stýrt umræðunni inn í þann vonda og móðursjúka farveg sem hún er komin í. Ég vil því strax byrja á því að biðjast afsökunar á að hafa haldið því fram að ESB-aðild myndi “vera lausn á öllum vandamálum” og vona ég innilega að aðrir ESB-sinnar fylgi í kjölfarið. Það var sömuleiðis rangt hjá mér að halda því fram að ESB-aðild mundi líkt sem töfrasproti galdra burt þau tímabundnu vandamál sem nú dynja á íslensku efnahagslífi. Það er augljóslega rangt og ekki hollt fyrir umræðuna að halda þessu fram.

Ef umræðan um ESB væri í leikskóla væri löngu búið að senda hana í skammakrókinn. Hún er frek, er alltaf að villast og henni er mál versta tíma. Af hverju það umræðan til dæmis að koma upp þegar viðrar illa og stemning er fyrir aðild? Af hverju getur umræðan ekki náð hápunktum sínum einmitt þegar hagvöxtur slær met og allir eru sannfærðir um að góðærið taki engan enda? ESB sinnar ættu að temja sér þann sið að tala einungis fyrir málstað sínum þegar hvað minnstur hljómgrunnur er fyrir honum. Annað er bara ókurteisi og dónaskapur. Og vont fyrir umræðuna.

Umræðan um umræðuumræðuna getur oft á tíðum verið ansi vandræðaleg en hún hefur þó ótvíræða kosti. Í hita leiksins kemur það nefnilega fyrir að stjórnmálamenn í Sjálfstæðisflokknum detta af öðru og þriðja þrepi meta-umræðaunnar og raunverulega segja eitthvað sem forvitnilegt er að hlusta á. Til dæmis þegar þeir fagna af alefli einliða upptöku ESB-löggjafar með EES-samningnum en óttast um leið hve lítil áhrif Íslands yrðu innan sambandsins.

En reyndar hefur Sjálfstæðisflokkurinn smitast töluvert af Evrópuumræðunni og færst dálítið til hliðar þótt hann þykist ekki kannast við það. Það er til dæmis ólíklegt að varaformaðurinn mundi, fyrir tveimur árum síðan, leggja til að farið yrði í þjóðaratkvæði um aðild að þessu sambandi sem hún sjálf vill ekki vera í. Eða að ráðherrar flokksins ræddu um upptöku evrunnar í gegnum EES-samninginn. Umræðan um umræðuna er farin að hafa áhrif. Á umræðuna.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.