Það er enginn tilgangur með opinberum heimsóknum erlends kóngafólks hingað til lands nema ef til vill sú að minnka við leiðindin í þægilegu en fyrirframákveðnu lífi þeirra. Margt mætti gera betra við peningana en að ausa víni og virðingu á fólk sem hefur sér ekkert til frægðar unnið annað að skríða í heiminn úr rétta leginu.
Það er fáranlegt að þjóðhöfðingjaembætti gangi í erfðir. Auðvitað mun einhverjum alltaf finnast konungsdæmið „rómantísk“, „hluti af arfleið þjóðar sinnar,“ eða einhver prins „afskaplega indæll“. En það breytir ekki þeirri einföldu staðreynd að það er fáranlegt að þjóðhöfðingjaembætti gangi í erfðir. Fáranlegt, og algjört brot á þeim grundvallarhugmyndum um lýðræði og jafnrétti sem okkar vestrænu þjóðfélög þykjast svo gjarnan byggja á.
En það er ekki bara óeðlilegt að venjulegur maður megi með engu löglegu móti verða þjóðhöfðingi. Það er líka sorglegt að sjá hvernig mannréttindi kóngafólksins sjálfs erum fótu troðin. Þau verða að tilheyra ákveðnu trúfélagi, mega ekki tjá sig um þjóðmál eða kjósa í kosningum, og sums staðar er meira segja makavali þeirra séu settar skorður. Síðan eru atvinnufrelsi þeirra ansi þröngur stakkur sniðinn. Hér á landi er staddir nú ungir foreldrar sem ætla að negla það í hausinn á ungum syni sínum frá unga aldri að hann þurfi síðar á ævinni að vera þjóðhöfðingi eins og pabbi og amma. Þar fyrir utan hyggjast þau ala hann upp á forsíðum slúðurblaðanna. Spurning hvað okkur fyndist um þessar uppeldisaðferðir ef einhver annar ætti í hlut.
En ég veit ekki hvort sé sorglegra: að verið sé að mismuna fólki eftir ætterni, að fullt af fólk finnst þessi mismunun afskaplega heillandi, að verið sé að traðka á mannréttindum barna með því að þröngva upp á þau ákveðna lífsleið, eða að kóngafólkinu sjálfu finnist þessi mismunun í fínu lagi. Er málfrelsið, kosningarétturinn og sjálfsvirðingin þeim virkilega minna virði og fjaðrir, kjólar og frægð?
- Taívan má ráða sér sjálft - 15. ágúst 2022
- Velheppnaður miðbær Selfoss - 26. júlí 2021
- Óþarfa bjölluat á göngustígum - 19. júlí 2021