Hvernig getum við haldið áfram að sætta okkur við afturhaldssinnuð ummæli sumra stjórnmálamanna? Hvað eftir annað sjáum við menn í ástarsambandi við fortíðina ausa úr skálum reiði sinnar yfir öllum þeim breytingar hugmyndum sem koma fram. Hvers vegna eigum við að sætta okkur við það ástand sem er? Er það ekki heilbrigð forvitni að velta fyrir sér breytingum á landi og þjóð í von um að eitthvað batni?
Í gær kom borgarstjóri fram á almennum vettvangi og lýsti því yfir hve illa honum líkaði við vinnings tillögur að skipulagi fyrir Vatnsmýrina. Vissulega borgarstjóra frjáls að lýsa yfir skoðun og það getur vel verið að þessar hugmyndir séu ekki góðar. Aftur á móti finnst mér borgarstjórinn vera farinn að detta í ákveðin fastmótaðan farveg. Þar sem allar hugmyndir um breytingar á byggðarskipulagi í ákveðnum byggðum Reykjavíkur séu slæmar. Er þetta virkilega eitthvað sem við leitum eftir í leiðtoga borgarinnar? Ég í minni fáfræði hélt að forustumenn væru óhræddir við breytingar og tilbúnir að takast á við nýja hluti.
Einnig hefur mér persónulega þótt rökfærsla umrædds stjórnmálamanns alltaf frekar þunn. Fyrir mér er þetta bara hrein afturhaldsstefna. Svona skal það vera því svona hefur það alltaf verið. Með sömu rökum hefði menn geta haldið því fram að einokunarverslun Dana hafi verið fín.
Ég veit ekki með ykkur en þetta hefur aldrei átt við mig. Það er vissulega mikið í samfélaginu sem er í góðu lagi og óþarfi er að breyta. Aftur á móti er nauðsynlegt að kíkja á nýjar hugmyndir og ræða þær. Því það gefur oft af sér aðrar og betri tillögur eða sínir fram á að núverandi form sé einstaklega gott. Þess vegna ættu allir stjórnmálamenn að fagna nýjum hugmyndum og njóta þess að fá tækifæri til ræða þær.
- Af veirum og vöðvabólgum - 19. nóvember 2020
- Minningahöll að molum orðin - 5. október 2015
- Steypum yfir miðbæinn! - 30. september 2015