Íslendingum fjölgar og þeim fjölgar ört. Ef sú fjölgun sem átt hefur sér stað á seinasta áratug mun halda áfram verða íbúar Íslands orðnir 400 þúsund eftir um 15 ár og hálf milljón eftir 35 ár. Þetta eru góðar fréttir fyrir heiminn.
Án þess að fara endurtaka í blindni niðurstöður einhverra topptíu lista sem halda því fram að Ísland sé frjálsasta, samkeppnishæfasta og besta land í heimi nokkurntímann ever, þá verða jafnvel mestu bölsýnismenn landsins að játa það að okkur hefur tekist að búa til ágætissamfélag. Það eru því góðar fréttir fyrir heiminn ef fleiri fá að njóta þess, hvort sem með því að fæðast inn í það, eða flytjast hingað búferlum.
En hvað er átt við með að njóta? Flestir foreldrar hafa það að markmiði að gera líf barna sinna sem best, helst betra en þeirra eigið. En það hefur enginn þann metnað að gera líf afkomenda sinna svo auðvelt að þeir leggist í leti og þurfi aldrei að lyfta fingri. Við höfum núorðið metnað fyrir fleiru stöðugum lífsmörkum, við viljum að líf okkar verði gefandi, fyrir okkur sem aðra.
Það er það sem átt er við þegar sagt er að allir sem bætist við okkar litla en ágæta þjóðfélag geti notið gæða þess. Oft er einblítt á aðstoð, hjálp og aðlögun þegar innflytjendamál ber á góma. En í raun þurfum við ekki að gera annað að halda áfram á þeirri stefnu að leyfa duglegum mönnum og konum að njóta ávaxta uppskeru sinnar.
Sú heimspeki, að verðlauna dugnað, hefur gert kynslóðir Íslendinga ríkar og glaðar. Og allar þessar kynslóðir voru áleitnar heimskar, ofbeldisfullar og illa talandi af kynslóðunum sem komu á undan þeim.
- Taívan má ráða sér sjálft - 15. ágúst 2022
- Velheppnaður miðbær Selfoss - 26. júlí 2021
- Óþarfa bjölluat á göngustígum - 19. júlí 2021