Birkir Jón Jónsson alþingismaður tók þátt í pókermóti um helgina og að sögn Vísis vann fjárhæð á mótinu. Birkir Jón Jónsson alþingismaður tók enn fremur þátt í Bridgemóti um helgina þar sem verðlaunafé var í boði.
Er háttsemi þingmannsins refsiverð um það virðist stóra spurningin snúast? Af ákvæðum hegningarlaga verður að álykta að svo sé ekki, meðan hann hýsti ekki mótið, hafi ekki atvinnu af því, eða framfærslu ætti ljóst að vera að hann hafi ekki brotið lög með því að taka þátt í þessu pókermóti.
Hvað Birkir Jón Jónsson gerir síðan í frítíma sínum, meðan það er innan ramma laganna, á síðan að vera hans mál og varla fréttamatur, þótt hann sitji á Alþingi.
Hitt má svo vera annað mál hvort Birkir Jón Jónsson hafi brotið móralkódexa með þáttöku sinni, eða óskráðar reglur sem um slíka þátttöku gilda. Er þá hægt að halda því fram að þingmaðurinn hafi með þáttöku sinni rýrt álit sitt svo, að rétt sé að hann víki af þingi? Um það eru hins vegar skiptar skoðanir hvort þáttaka í fjárhættuspili jafngildi blett á mannorði viðkomandi, eða hvort það sé eðlileg og sjálfsögð hegðun í nútíma samfélagi?
Í sjálfu sér snýst fjárhættuspil síðan ekkert um annað en það hvernig menn vilja eyða fé sínu. Um það ætti almennt ekki að gilda aðrar reglur en um aðrar ákvarðanir sem menn taka um að koma fé sínu í lóg eða verja því að öðru leyti.
Kjósendur í kjördæmi hans og flokksforustan þar geta gert það upp við sig næst þegar kosið er til Alþingis og hvort þeir vilja hafa þingmann sem finnst gaman að spila póker upp á peninga.
Fróðlegt verður hins vegar að sjá viðbrögð Birkis Jóns Jónssonar á þingi og hvort hann muni beita sér fyrir því að fjárhættuspil verði lögleidd, eða hegningalögum breytt þannig að kveðið sé nánar á um hvaða fjárhættupsil verða leyfð og hver bönnuð. Væri hins vegar enn þá fróðlegra að vita, beiti þingmaðurinn sér fyrir breytingu á lögum, hvort að skoðun hans á málinu hafi mótast fyrir eða eftir að opinbert var gert að hann hefði tekið þátt í pókermóti.
Að lokum er rétt að minna á það að verðlaunafé, svo sem menn vinna á slíkum mótum, eru skattskyldar tekjur sbr. 4. tl. A-liðar 7. gr. laga um tekjuskatt.
- Kveikt er ljós við ljós – burt er sortans svið - 24. desember 2020
- Hæstivirtur forseti,Royal Straight Flush! - 21. febrúar 2008
- Má Kaupþing þetta? - 7. nóvember 2007