Til varnar tjáningarfrelsinu

Deiglan birtir í dag skopmynd hins danska skopmyndateiknara Kurt Westergaards af Múhammeð spámanni sem sýnir turban hans sem tendraða sprengju. Þetta er gert í þeim tilgangi að taka undir þann málflutning stóru dönsku fjölmiðlanna í dag að tjáningarfrelsið verður ekki þaggað niður með ofbeldisverkum ofstækismanna.

Deiglan birtir í dag skopmynd hins danska skopmyndateiknara Kurt Westergaards af Múhammeð spámanni sem sýnir turban hans sem tendraða sprengju. Þetta er gert í þeim tilgangi að taka undir þann málflutning stóru dönsku fjölmiðlanna í dag að tjáningarfrelsið verður ekki þaggað niður með ofbeldisverkum ofstækismanna.

Fjölmiðlarnir Berlinske tidende, Politiken og Jyllands-Posten birta skopmynd Westergaards í pappírsútgáfum sínum í dag í tilefni af því að þrír menn voru í fyrrakvöld handteknir í Árósum fyrir að leggja á ráðin um að myrða Westergaard. Þessum mönnum var reyndar sleppt í gærkvöld en ljóst er að tveimur þeirra verður væntanlega vísað úr landi og einn danskur ríkisborgari verður ákærður fyrir hryðjuverkabrot.

Tjáningarfrelsið er þýðingarmikill máttarstólpi lýðræðissamfélaga og þó full ástæða sé til að viðhafa skynsemi og virðingu í garð trúarskoðanna fólks þá er mikilvægt að hryðjuverkamenn geri sér grein fyrir því að þeir fái ekki stjórnað lýðréttindum almennra borgara í frjálsum ríkjum. Hversu illa sem menn beita tjáningarfrelsinu þá réttlætir það í engum tilvikum líflát þeirra sem ábyrgð bera á.

Og þó það sé mikilvægt að beita ekki tjáningarfrelsinu í þeim tilgangi að meiða og níðast á öðru fólki þá er rétturinn til að tjá skoðanir sínar hreinlega það mikilvægur málstaður að berjast fyrir, að hann réttlætir endurbirtingu skopmyndanna.

Deiglan tekur afstöðu með tjáningarfrelsinu.

[Myndbirtingunni er lokið.]


deiglan@deiglan.com'
Latest posts by Ritstjórn Deiglunnar (see all)