Ekkert verri en vanalega munu sumir ábyggilega segja. En við hin sem fylgjumst spennt með eigum væntanlega eftir að verða fyrir vonbrigðum. Af hverju? Jú, eins og er eru handritshöfundar Hollywood í verkfalli. Þó þetta hafi eitthvað verið rætt um þetta þá er flestum alveg sama? Við horfum nú svo lítið á sjónvarp, er það ekki?
Menn gera sér nefnilega enga grein fyrir því hvað þetta verkfall kemur til með hafa í för með sér. Til að byrja með féllu spjallþættirnir niður. Enginn fékk að sjá Leno eða Lettermann. Upp úr áramótum fór svo að rætast úr öllu og þessir þættir mættu aftur á skjáinn. Margir héldu þá að þetta væri allt búið og áhrif verkfallsins því lítil sem enginn. Þá kom að Golden Globe verðlaunahátíðinni og sökum verkfallsins var henni breytt í stuttan fréttamannafund. Glamúr rauða dregilsins varð að engu og enginn nennti að horfa. Aðstandendur Óskarsverðlaunanna hafa lofað að ekki fari eins þar en leikararnir styðja verkfallið og gæti því verið að erfitt að halda hátíðina.
En eru það bara spjallþættir og verðlaunahátíðar sem verða illa úti? Nei alls ekki. Fáir gera sér nefnilega grein fyrir að eftir svona langt verkfall þá verða engir nýir sjónvarpsþættir frumsýndir í BNA fyrr en 2009. Við munum finna fyrir þessu þegar nýju þættirnir fara allir klárast, einn af öðrum, án nokkurra útskýringa eða enda. Til að mynda mun 24 vera einungis 12 þættir þetta árið (hálf tilgangslaust). Leikstjórar stórmynda sitja svo svekktir í stólum sínum, því ekki má breyta neinum handritum. Alveg sama hve léleg samtölin eða söguþráðurinn eru.
Það verður því athyglisvert að horfa á Óskarinn 24. febrúar, seinni helmingur sjónvarpsvertíðarinnar verður einungis endurtekningar eða raunveruleikaþættir og kvikmyndaárið 2009 mun verða mun slakara en það hefði annars verið. En skiptir það okkur nokkru máli. Er bara ekki kominn tími til að kíkja í góða bók og slökkva á imbanum í heilt ár eða svo. Það væri óskandi en það mun aldrei gerast. Sum okkar eru bara svo háð því að eyða 2-4 tímum á kvöldi í sjónvarpsgláp. Kannski er kominn tími til að sjá allar gömlu myndirnar með Bogart aftur. Það er alla veganna ein lausn.
- Af veirum og vöðvabólgum - 19. nóvember 2020
- Minningahöll að molum orðin - 5. október 2015
- Steypum yfir miðbæinn! - 30. september 2015