Réttarhöld hófust að nýju í byrjun mánaðar yfir Charles Taylor fyrrum forseta Líberíu. Sérstakur dómstóll fyrir Sierra Leone, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, stýrir réttarhöldunum fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag. Réttarhöldin hófust í júní á síðasta ári en Taylor mætti ekki og bar fyrir sig að hann ætlaði ekki að hafa frekari samvinnu við dómstólinn þar sem hann hefði ekki fengið að velja sér sjálfur lögmann og skipaður lögmaður hans væri ekki jafnoki saksóknaranna. Taylor fékk frest fram til janúar á þessu ári svo verjendur hans gætu undirbúið sig en hann hefur lýst yfir sakleysi sínu í málinu.
Taylor var einn þekktasti stríðsherra Afríku í byrjun níunda áratugarins áður en hann tók við embætti forseta Líberíu árið 1997. Hann var leiðtogi uppreisnarmanna í borgarastyrjöldinni sem hófst árið 1989 þegar þeir réðust inn í landið og tóku fyrrum forseta af lífi. Í kjölfarið brast út blóðug borgarastyrjöld þar sem ættbálkar börðust um völd og auðlindir landsins. Talið er að yfir hundrað manns hafi látist í átökunum. Á sama tíma stóð hann að baki uppreisnarhópum í Sierra Leone nágrannaríkis Líberíu. Þeir uppreisnarhópar eru taldir eiga sök á hryllilegum árásum á almenna borgara, mannúðarsamtök og friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna. Samanstóðu árásirnar af morðum, líkamlegu ofbeldi, pyntingum og nauðgunum gegn mönnum, konum og börnum. Þá voru konur og börn neydd í kynlífsþrælkun ásamt því að börn voru neydd í hernað.
Við lok borgarastyrjaldarinnar í Líberíu árið 1996 hófust forseta kosningar í landi og hlaut Taylor 75% atkvæða sem voru dæmd réttlát af eftirlitsaðilum. Taylor hafði þó hótað að hefja borgarastyrjöld að nýju ef hann yrði ekki kosinn. En friðurinn var samt sem áður úti þó hann var kosinn forseti þar sem uppreisnarmenn tóku yfir hluta landsins árið 1999. En árið 2003 stjórnaði flokkur hans aðeins um þriðjungi landsins. Sama ár var hann ákærður af hinum sérstaka dómstóli Sierra Leone fyrir stríðglæpi gegn mannkyninu. Hann sagði af sér í kjölfar þessa og fór í útlegð í Nígeríu þar sem hann fékk pólitískt hæli. Hann reyndi að flýja þaðan til Kamarún 2006 þegar átti að framselja hann svo réttarhöld yfir honum gætu hafist. Hann náðist á landamærunum og var fangelsaður.
Ákveðið árið 2006 að réttarhöldin yfir Charles Taylor skyldu haldin í Haag í stað Sierra Leone vegna ótta við að valda glundroða á svæðinu þar sem Taylor gæti haft áhrif.
Réttarhöldin eru talin marka tímamót því aldrei áður hefur fyrrum afrískur þjóðarleiðtogi mætt fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag. Helsta deiluefni réttarhaldanna mun ekki snúast um hvort hann hafi framið þessa glæpi sjálfur heldur hvort hann hafi fyrirskipað, stutt eða látið slíka aðgerðir viðgengist. En Taylor mun halda því fram að það hafi hann ekki gert. Ákærurnar gera ráð fyrir glæpirnir hafi verið framdir af aðilum sem voru aðstoðaðir og hvattir áfram af stjórn Charles Taylor.
Aðalsaksóknari í málinu sagði að réttarhöldin muni marka tímamót í alþjóðalögum og verða mikilvæg fordæmi. Mannréttindasamtökin Human Right Wach segja í sinni yfirlýsingu að réttarhöldin sendi sterk skilaboð til alþjóðasamfélagsins að enginn sé æðri lögum. Talið er að réttarhöldin muni taka að minnsta kosti eitt og hálft ár. Bresk yfirvöld hafa boðist til að fangelsa Charles Taylor verði hann fundinn sekur.
Heimildir: Mbl, BBC og Trial Wach.
- Áður en ég dey… - 10. júlí 2008
- Góðmennskan og hjálpsemin uppmáluð í 80 ár - 25. júní 2008
- Öfgar og áróður - 12. apríl 2008