Fyrir átta árum höfðu réðu kjósendur á Florida úrslitum í kosningum um forseta Bandaríkjanna. Í forkosningunum undir lok mánaðar munu íbúar fylkisins komast að því hvernig það er að vera á hinum enda valdastigans, en þá fara fram forkosningar um alla núll fulltrúa fylkisins á landsfundi Demokrata, sem fram fer síðar á árinu. Þetta er aðeins einn fjölmargra gimsteina á hinu litskrúðuga perlufesti bandarískra kosningareglna.
Eins og margir vita þá kjósa bandarískir kjósendur ekki beint um forseta heldur um kjörmenn sem síðan kjósa forseta. Flest fylkin úthluta öllum kjörmönnum sínum til þess frambjóðanda sem sigrar í fylkinu, sem skynsamlegasta stærðfræðilega niðurstaðan út frá hverju fylki enda hámarkar þetta vægi fylkisins og um leið áhuga frambjóðandans á því. Fylkin Maine og Nebraska nota raunar aðra aðferð en þar kýs hvert þingkjördæmi einn fulltrúa og sá sem vinnu fylkið allt fær tvo fulltrúa að auki. Fyrir seinustu kosningar kusu íbúar Colorado um það hvort skipta ætti kjörmönnum fylkisins með hlutfallskosningum. Þar var á ferð tilraun Demokrata til að ná í hluta kjörmannanna í hinu almennt rauða fylki. Þessi tillaga var felld.
Þrátt fyrir að vera jafngamalt og Bandaríkin sjálf nýtur kjörmannakerfið nýtur ekki stuðnings meirihluta Bandaríkjamanna. Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar til að koma á einfaldri meirihlutakosningu á landsvísu en með litlum árangri enda er gríðarlega erfitt að breyta bandarísku stjórnarskránni. Nýlega hefur hins vegar komið fram hugmynd um hvernig koma mætti á slíkri kosningu án þess að leggja niður kjörmenn eða breyta stjórnarskránni. Það hefur verið bent á að ef stór hluti fylkja mundi úthluta kjörmönnum sínum til þess sem vinnur kosninguna á landsvísu, en ekki til þess sem vinnur hana í fylkinu, mundi það í reynda jafngilda meirihlutakosningu á landsvísu.
Maryland-fylkið hefur þegar samþykkt þátttöku í slíkum millifylkjasamningi og nýlega neitaði Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri að skrifa undir lög sem hefðu gert California-fylkið að aðila að honum. Sambærilegar tillögur hafa verið setta fram í fjölmörgum annarra fylkja og náð mislangt í lagasetningarkerfinu. Það verður gaman að fylgjast með framgangi þessa máls enda sanngjarnt og rökrétt að atkvæði allra kjósendi vegi jafnt. Hins vegar eru það nánast einungis Demokratar sem styðja þessa hugmynd svo það má draga í efa að hún að verða að veruleika.
Bandarískar kosningareglur eru sem sagt ólíkar eftir fylkjum, og sama gildir í raun um forkosningarnar. Báðir stóru flokkarnir velja frambjóðendur sína á landsfundum og það er um fulltrúa á þessa landsfundi sem slagurinn stendur í forkosningunum. Hjá Demokrötum eru fulltrúarnir valdir með hlutfallskosningu innan hvers fylkis en Repúblikanar eru gjarnari á að nota sama „winner-takes-it-all“ kerfi og í stóru kosningunum, það gildir hins vegar ekki um öll fylki.
Það er hins vegar undir alveg undir fylkjunum eða flokkunum innan fylkisins komið hvernig og hvenær kosningarnar fara fram þótt móðurflokkarnir reyni oft að hafa áhrif á þetta ferli. Í ár ákváðu báðir flokkarnir að forkosningar mætti ekki halda fyrir 5. febrúar, með undantekningum fyrir Iowa, New Hamshire, Nevada og Suður Karólínu. Bæði Michigan og Florida færðu hins vegar kosningarnar sínar fram í janúar og brást Demokrataflokkurinn við með því að svipta bæði fylkin ÖLLUM fulltrúm sínum á landsfundi. Í tilfelli Florida er staðan raunar það undarleg að það Florida fylkið sjálft en sem skipuleggur forkosningarnar en ekki Demokrataflokkurinn í fylkinu og ákvörðunin um flutning forkosinganna var tekinn af fylkisþinginu, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Vafalaust mun þetta skaða Demokrata í þessu mikilvæga fylki töluvert, en fróðlegt verður að sjá hve margir frambjóðendur láta sjá sig á Florida í baráttu um ekki neitt.
Í ár munu úrslitin þó að öllum líkindum ráðast 5. febrúar þegar forkosningar fara fram í 22 fylkjum. Þetta verður langstærsti massaþriðjudagur (super-tuesday) í sögu Bandaríkjanna og í raun hálfgerð fyrsta umferð forsetakosninganna. Það væri því afar skemmtilegt ef íslenskar sjónvarpsstöðvar uppfylltu þarfir kosninganörda og sýndu beint frá þeim atburði.
- Taívan má ráða sér sjálft - 15. ágúst 2022
- Velheppnaður miðbær Selfoss - 26. júlí 2021
- Óþarfa bjölluat á göngustígum - 19. júlí 2021