Nýjasta æðið í heilsubætingu í Bandaríkjunum eru „100 kaloríupakkar“, sem innihalda pakka sem hver og einn inniheldur 100 kaloríur af snakki. Eru í boði fjölmargar tegundir svo sem smákökur, popp og sælgæti svo eitthvað sé nefnt.
Gagnið af slíkum pökkunum er augljóst, þeir sem vilja geta fengið sér snakk í einingu sem fyrir fram er þekktan fjölda hitaeininga. Í staðinn fyrir að þurfa að vigta eða fylgjast sérstaklega með því hversu margar hitaeiningar eru í sætindunum, verður neyslan ljós. Þeir sem vilja halda í við sig geta fengið sér einn eða fleiri poka og um leið verið alveg ljóst hversu margra kaloría er verið að neyta.
Vinsældirnar koma því alls ekki á óvart.
Flestir stóru matvælaframleiðendurnir hafa gripið þetta tækifæri, svo sem Kellogs, Kraftfoods og Nabisco. Auk þess að bjóða upp á hefðbundnar útgáfur af vörum, hafa verið þróaðar sérstakar léttútgáfur sérstaklega fyrir þessar pakkningar.
Á aðeins einu áru hefur úrvalið 10 faldast, og þessar vörur taka nú orðið töluvert pláss í rekkum verslana í Bandaríkjunum. Auk þess hefur orðið gríðarleg umræða um þessar pakkningar.
Helsta gagnrýnin hefur verið að framleiðendur hafa rukkað allt að tvöfalt verð fyrir þessar einingar og að þetta hjálpi ekki öllum, þar sem einstaklingur sem vill sælgæti muni einfaldlega borða fleiri pakka.
Hins vegar virðast íslenskar verslanir alls ekki hafa kveikt á þessu. Íslendingar hafa almennt verið mjög nýjungagjarnir en þarna virðast verslunareigendur vera aftarlega á merinni. Í þessu tilfelli ætti ekki að vera mikið mál að panta inn þessar vörur í ljósi þess að það eru hefðbundnir framleiðendur sem eru að bjóða upp á þessa vöru.
Markaður fyrir léttar vörur hefur vaxið gríðarlega hratt í Bandaríkjunum, það eru ekki bara þessi tegundir af vörum heldur t.d. ístegundum og tilbúnum réttum. Væntanlega eigum við á næstunni eftir að sjá meira af 100 kaloríu pökkunum heima. Íslenskar verslanir hljóta að fara að átta sit á tækifærinu í þessum einingum.
- Það er njósnað um þig - 24. febrúar 2021
- Nútímamaður - 11. júlí 2020
- Langa dimma vetur - 10. júlí 2020