Peningafnykur

Hvers vegna fullyrðir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra í fjölmiðlum að eftir 10 ár muni íslensk útrásarfyrirtæki, sem veðja á jarðvarmavirkjanir, eiga í hreinni eign jarðorkuvirki sem framleiði allt að 15 þúsund MW af orku? Í samanburði má nefna að í dag framleiða allar jarðvarmavirkjanir heimsins um níu þúsund MW. Af hverju er hann svona bjartsýnn á að eftir tíu ár þá muni íslensk útrásarfyrirtæki hafa getað fjárfest fyrir 2000 milljarða í 20 – 30 löndum? Er þetta bara „money in the bag“?

Hvers vegna fullyrðir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra í fjölmiðlum að eftir 10 ár muni íslensk útrásarfyrirtæki, sem veðja á jarðvarmavirkjanir, eiga í hreinni eign jarðorkuvirki sem framleiði allt að 15 þúsund MW af orku? Í samanburði má nefna að í dag framleiða allar jarðvarmavirkjanir heimsins um níu þúsund MW. Af hverju er hann svona bjartsýnn á að eftir tíu ár þá muni íslensk útrásarfyrirtæki hafa getað fjárfest fyrir 2000 milljarða í 20 – 30 löndum? Er þetta bara „money in the bag“?

Það er kannski skiljanlegt að menn eigi erfitt með að halda jarðsambandi þegar þeir fara utan og fá svo höfðinglegar móttökur frá þjóðarleiðtogum eins og Össur lýsir. Hann lýsti því í gær meðal Samfylkingarmanna í ræðu, sem Einar Karl Haraldsson aðstoðarmaður hans reyndar leiklas vegna óvæntrar magakveisu Össurar, að meira að segja forsetar hefðu bugtað sig og beygt þegar gáfuðu vísindamennirnir frá Íslandi mættu með fjármagnið. Er nema von að hann hafi trú á verkefninu „útrás íslenska orkugeirans“?

Gott og vel. Það má vel vera að Íslendingar hafi þekkingu á nýtingu jarðhita og líklega standa sérfræðingar Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri vísindamenn framarlega í þeim fræðum á heimsvísu. Sjálfsagt er það rétt að íslenskir viðskiptamenn séu harðir í horn að taka og eigi nægt áhættufjármagn. Hárrétt er það eflaust að íslenskir bankar séu sérhæfðir í fjármögnun verkefna af þessu tagi. En er ráðherra viss um að hann sé á þurru landi þegar hann fjallar um þessi mál með þessum hætti sem hann gerir?

Eitt sinn var talað um bræðslulyktina sem sveif yfir íslensk sjávarþorp sem peningalykt. Nú hlýtur hveralyktin, eða brennisteinsfnykurinn af hveravatninu, að fá sama nafn. Er ekki ljóst að fleiri hljóta þegar hafa fundið lyktina? Mál málanna í dag eru umhverfismálin, hlýnun jarðar og leitin að hinum eina sanna hreina orkugjafa. Það hlýtur hverjum manni að vera ljóst að Íslendingar eru ekki einir um að sækja inn á þennan markað. Menn hafa háð stríð vegna olíu – af hverju ættu menn ekki að óttast harða samkeppni í virkjun hinnar óþrjótandi auðlindar?

Össur viðurkenndi í ræðu sinni í gær að olíufyrirtækið Chevron hafi þegar tryggt sér nýtingarrétt á þeim slóðum sem REI hyggst vinna landvinninga. Er óhætt að fjalla um íslensku orkuútrásina eins og hagnaðurinn sé vís? Ætti ráðherrann kannski að slá varnagla? Tvöþúsund milljarða fjárfesting – hvað eru mörg núll í því? Hvað vakir fyrir Össuri?

Latest posts by Helga Kristín Auðunsdóttir (see all)

Helga Kristín Auðunsdóttir skrifar

Helga Kristín hóf að skrifa á Deigluna í ágúst 2004.