Í gær var friðarsúlan í Viðey tendruð, ljósið á að vera tákn um kraft, visku og ástar. Listamaðurinn Yoko Ono vonast til þess að hún verði sameiningartákn þeirra sem vilja berjast fyrir frið með friðsamlegum hætti. Súlan er verk Yoko Ono en hún talaði mikið um það í gær að loksins væri draumur hennar og John Lennon að rætast, hann hafði viljað hafa þetta í bakgarðinum sínum en hún minntist á það að kannski sé Viðey bakgarðurinn hans í dag.
Á súluna er ritað á fjölmörgum málum „hugsa sér frið“ sem er kannski ekki bein tilvitnun í texta Lennon en boðskapurinn er svo sannarlega sá sami. Friður var þeim hjónum mjög hugleikinn og sést það sérstaklega á því að enn í dag er hún að vinna að þeirra markmiðum að fá fólk til að sameinast í friði.
Pistill dagsins er ekki hugsaður sem neitt annað en að vekja þig kæri lesandi til umhugsunar um frið í heiminum í dag, við þurfum ekki að vera þekktir listamenn til þess að geta haft áhrif.
Imagine all the people
living life in peace
You may say I’m a dreamer,
but I’m not the only one.
I hope someday you’ll
join us,
and the world will live
as one.
— John Lennon
Kannski erum við skrefinu nær í dag en við vorum í gær.
- Óður til Dollýar - 29. júlí 2021
- Aðförin að heilbrigðisþjónustu landsmanna - 9. júní 2021
- Þegar mennskan hverfur - 26. apríl 2021