Fjölmiðlamenning

Stundum veltir fólk fyrir sér af hverju einn atburður verður að frétt og ekki annar. Af hverju hefur ekki verið fjallað meira um Darfur málið? Af hverju fékk Írakstríðið svona mikla athygli? Svar við þessu leynist kannski í rannsóknum sem voru gerðar fyrir um fjórum áratugum síðan. Þær virðast enn geta útskýrt val fréttamanna á efni, þrátt fyrir að vera frekar gamlar og að allt umhverfi fjölmiðla hafi breyst verulega. Hver er staðan og hvernig er til dæmis íslensk fjölmiðlamenning?

Stundum veltir fólk fyrir sér af hverju einn atburður verður að frétt og ekki annar. Af hverju hefur ekki verið fjallað meira um Darfur málið? Af hverju fékk Írakstríðið svona mikla athygli? Svar við þessu leynist kannski í rannsóknum sem voru gerðar fyrir um fjórum áratugum síðan. Þær virðast enn geta útskýrt val fréttamanna á efni, þrátt fyrir að vera frekar gamlar og að allt umhverfi fjölmiðla hafi breyst verulega. Hver er staðan og hvernig er til dæmis íslensk fjölmiðlamenning?

Rannsóknin sem ég bendi til er gerð af þeim Johan Galtung og Mari Homboe Ruge. Þeir settu saman lista yfir forsendur atburða til að verða að mikilvægu fréttaefni. Þá varðandi áhrif á birtingu erlendra frétta. Þær forsendur eru meðal annars þær, að ef atburðurinn tengist valdaþjóð, valdafólki, þekktum einstaklingum, er mjög neikvæður eða mjög jákvæður, þá eru auknar líkur á því að fjallað verði um atburðinn í fjölmiðlum.

Prófessor Þorbjörn Broddason fer nánar yfir þetta og margt annað í bók sinni Ritlist, prentlist og nýmiðlar (2005). Það neitar enginn að umhverfi fjölmiðla hefur breyst og að nýjir miðlar eins og internetið með fjölda fréttasíða og mun tæknivæddari sjónvarp hafi breytt miklu. En samt sem áður gilda ennþá gömlu forsendurnar um hvernig atburður verður af fréttnæmu efni. Það er rétt að nefna að þetta er enginn tæmandi listi, heldur gefur einungis vísbendingu um hvernig fjölmiðlar virka og hegða sér.

Alþjóðlegir fjölmiðlar hafa veitt Írakstríðinu mikla athygli en látið vera að fjalla um til dæmis það sem er að gerast í Darfúr. Endalausar fréttir af atburðum og málefnum sem hægt væri að fjalla um, en þar sem margir af þeim tengjast ekki valdaþjóðum, mikilvægum auðlindasvæðum o.s.frv. þá eiga mörg málefni frekar erfitt með að komast að í fréttatímum.

Hluti af umhverfi fjölmiðla er eignarhald. Að mínu mati er ekki hægt að álykta að val á fréttaefni hafi breyst mikið ef litið er til Rannsókna Galtun og Ruge. Það virðist ekki skipta máli hvort fjölmiðillinn sé einkarekinn eða í eigu hins opinbera. Heldur er það fréttamenningin sem er ennþá í sama farinu.

Íslenskir fjölmiðlar
Hvað varðar fréttaflutning innanlands, þá telja sumir að með innkomu einkaaðila gjörbylti það fréttaflutningi þeirra miðla sem falla í hendur fjármagnsins, og þá til hins verra. Hvað varðar stjórnun fjölmiðla þá eru hendur fjármagnsins mun skárri kostur heldur en hendur stjórnmálamannsins. Viðskiptin leita í átt að hagnaði og hagnaður fæst ekki með lélegri fréttamennsku. Hér á landi eru til staðar einkareknir fjölmiðlar sem ég gef ekki krónu fyrir, vegna lélegri fréttamennsku og stundum misnotkun á því valdi sem fjölmiðlar hafa. Og hvernig gengur reksturinn hjá slíkum fjömiðlum? Gæti ekki verið verri. Hvað varðar til dæmis léleg blöð, þá fer upplag og fjöldi útgáfudaga einungis fækkandi. Þetta sýnir okkur að góður fjölmiðill er áhrifamikill fjölmiðill og hinir minnka eða fara á hausinn.

Fjölmiðlar í höndum valdamanna
Dæmi um fjölmiðla í höndum valdamanna er hægt að finna í Rússlandi. Stjórnarandstaðan á þar mjög erfitt með að komast í blöð, sjónvarp o.s.frv, þar sem ráðandi stjórnmálaöfl í landinu stjórna flestum fjölmiðlum. Þetta gerir þeim meðal annars mjög erfitt fyrir í baráttunni gegn ráðandi aðilum í komandi forsetakosningum. Hugsanlega ekki besta dæmið til að bera saman við íslenskar aðstæður, en ég nota það til að benda á að fjölmiðlaumhverfi þar sem jafnvægið er í ólægi, er hættulegt.

Og það er einmitt það sem ég er að leita að. Jafnvægi. Það hlýtur að vera jafnvægi sem býr til góða fjölmiðlamenningu. Ég er frekar sáttur við stöðuna á Íslandi nú á dögum. Þar má nefna að ég er ekki endilega viss um að einkavæðing RÚV sé besta hugmyndin. Fréttaefni á Íslandi er alveg sæmilegt miðað við aðstæður, það er að segja að við erum hér með frekar lítinn markað og að ekki er mjög hagstætt að reka fjölmiðil. Það sást meðal annars með Nýju Fréttastöðunni, sem náði aldrei að verða gömul. Að mínu mati er gott jafnvægi á íslenskum fjölmiðlamarkaði, og eigum við að halda áfram á sömu braut.

rej1@hi.is'
Latest posts by Reynir Jóhannesson (see all)