Óttinn er markmið

Margir velta fyrir sér markmiðum hryðjuverka og hvort einhver hljóti sigur í þeirri báráttu sem nú stendur yfir. Ég tel að ef einhver ætti að lýsa yfir sigri, þá væru það hryðjuverkamennirnir frekar en þeir sem berjast gegn þeim. Því miður.

Margir velta fyrir sér markmiðum hryðjuverka og hvort einhver hljóti sigur í þeirri báráttu sem nú stendur yfir. Ég tel að ef einhver ætti að lýsa yfir sigri, þá væru það hryðjuverkamennirnir frekar en þeir sem berjast gegn þeim. Því miður.

Það er að mínu mati heildaráhrif hryðjuverka sem er það áhugaverðasta fyrir hryðjuverkamennina, ekki einstakar árásir. Heildaráhrifin bera með sér skert frelsi íbúa vestrænna ríkja. Einnig koma hugtök eins og til dæmis hræðsla, ótti og stjórnmáladeilur oft við sögu. Stjórnmálamenn innan okkar eigin ríkja nýta sér oft tímabil hryðjuverka til að efla umsvið ríkisins. Sérstaklega eru það hernaðarstofnanir sem sækjast í auknar fjárveitingar.

Það sem ég hef mestar áhyggjur af er skerðing á frelsi almennings. Málfrelsi, atvinnufrelsi, ferðafrelsi, trúfrelsi og margt fleira er okkur dýrmætt þar sem við höfum barist fyrir slíku í margar aldir. Dæmi um skert frelsi má finna út um allan heim nú á dögum og einnig þar sem frelsi og eignaréttur er yfirleitt efst á lista: Í Bandaríkjunum. Í baráttunni gegn hryðjuverkum hafa bandarískir stjórnmálamenn náð að veita yfirvöldum ýmsar heimildir sem skerða einkalíf bandarískra borgara. Hernaðarstofnanir og leyniþjónustur hafa verið efldar með miklum krafti. Miklar öryggisráðstafanir hafa orðið til um allan heim og hræðsla við það að ferðast hefur sjaldan verið jafn mikil.

Margir þora ekki að nýta sér flug, lestir eða ferjur vegna óttans. Þetta er stór hluti af sigri hryðjuverkamanna. Þótt tölfræðin segi að meiri líkur sé á því að deyja af völdum bílslyss en í hryðjuverkaáras, þá er fólk samt sem áður hræddara við hryðjuverkin. Hryðjuverk og áhrif þeirra hafa búið til einskonar stríðsótta hjá flestum okkar, þótt árásirnar hafi átt sér stað í fjarlægum löndum.

Eins og fram hefur komið er baráttan gegn hryðjuverkum einungis hernaðarleg, heldur einnig að miklu leyti pólitísk. Raunverulegu hryðjuverk byggjast á auglýsingaherferðum árum saman eftir árásina sjálfa. (T.d. líður varla sá dagur þar sem ég heyri ekki minnst á 11.september eða aðrar hryðjuverkaárásir sem áttu sér stað fyrir mörgum árum síðan). Leiðtogar hryðjuverkasamtaka standa fyrir útgáfu á myndböndum og ýmsum yfirlýsingum og tilkynningum. Óttinn verður til með þessum hætti og mikilvægt er fyrir þá aðila sem stunda hryðjuverk að halda þessum ótta stöðugum.

Hvernig eigum við að berjast gegn heildaráhrifum hryðjuverka, þ.e.a.s. ótta almennings? Skiptir það máli hvernig vestræni stjórnmálaheimurinn bregst við hryðjuverkaárásum? Hversu miklu frelsi erum við reiðubúin til að fórna?

rej1@hi.is'
Latest posts by Reynir Jóhannesson (see all)