Svindlari á Íslandi

Árið 1995 var bankinn sem fjármagnaði stríð Napoleons með kaupum á skuldabréfum útgefnum af Bandaríkjunum vegna kaupanna á Luisianna seldur á 1 pund. Ástæðan var blekkingavefur 28 ára starfsmanns bankans, Nick Leeson, og ónægt eftirlit bankans sjálfs. Slæleg framkvæmd eftirlitsaðila átti einnig stóran hlut að máli. Þessi ágæti maður fjallar um svindl sitt og blekkingar í boði Icebank og í samstarfi við HR á fimmtudaginn næstkomandi.

Árið 1995 var bankinn sem fjármagnaði stríð Napoleons með kaupum á skuldabréfum útgefnum af Bandaríkjunum vegna kaupanna á Luisianna seldur á 1 pund. Ástæðan var blekkingavefur 28 ára starfsmanns – Nick Leeson. Einnig kom til ónægt eftirlit bankans sjálfs og slæleg framkvæmd eftirlitsaðila á störfum sínum.

Leeson hafði svindlað í prófum til að reyna verða sér út um réttindi sem verðbréfamiðlari í Bretlandi. Hann var sendur til Singapúr þar sem hann í fyrstu leysti úr vanda sem Barings átti í vegna skuldabréfaeignar. Vegna þessa naut hann trausts hjá bankanum og starfaði hjá dótturfyrirtæki Barings banka í Singapore, BFS (e. Baring Futures Ltd.).

Í fyrstu stýrði Leeson bakvinnslu en síðar tók fór hann fyrir afleiðuviðskiptum BFS. BFS þjónustaði fjóra viðskiptamenn. Þrír þeirra voru hluti af Barings samstæðunni en einn var japanskt útibú fransks banka. Afleiðuviðskipti BFS áttu að vera hluti af þjónustusölu Barings, en ekki viðskipti fyrir eigin reikning. Leeson sem fór einnig fyrir bakvinnslu BFS fór fljótlega út fyrir það hlutverk sitt að kaupa og selja afleiður eftir pöntunum. Hann fór að stunda högnunarviðskipti (e. arbitrage trading) með framvirka samninga í Nikkei 225 vísitölunni. Þetta gat hann gert vegna þess “margína”/álag var á milli sömu vísitölunnar á OSE (Osaka Stock Exchange í Japan) og SIMEX (Singapore International Merchantile Exchange í Singapúr), m.ö.o. var verðið á sömu vörunni ekki það sama á þessum tveimur mörkuðum. Leeson fékk úthlutað áhættu upp á 20 milljónir dollara frá Barings í janúar 1994 til að eiga þessi viðskipti fyrir eigin reikning. Hann fór því bæði fyrir miðlun, eigin viðskiptum og bakvinnslu BFS, það er gerði upp viðskiptin. Í dag mælast flestir eftirlitsaðilar til þess að þessi svið séu aðskilin (kínamúrar).

Leeson tók stöður í framvirkum samningum langt umfram heimildir sínar. Hann faldi tapið af þessum framvirku samningum á reikningi sem hann hafði stofnað til leiðréttingar á bakvinnslumistökum, auk þess sem beitti hann ýmiss konar blekkingum og fölsunum. Á endanum var svo komið að holan í reikniningi 88888 var orðinn það stór að hún togaði bankann sjálfan ofan í sig líkt og svarthol. Lánadrottnar héldu að sér höndum þar sem óvíst var með uppgjör útistandandi samninga – þar með fékk Barings ekkert fé, Leeson stakk af og var síðan handtekinn. Mistök Barings og eftirlitsaðila voru mörg. Þau stærstu voru án vafa þau að Leeson hafði ótakmarkað umboð fyrir viðskiptum við þriðja mann og þeir ráða mann sem vitað var að reyndi að svindla á einföldu réttindanámskeiði. Stærstu mistök eftirlitsaðila – þ.e. Englandsbanka – var að hafa ekkert eftirlit að ráði með erlendum dótturfélögum í Baringssamstæðunni og stærstu mistök SIMEX voru að treysta um of á eftirlit annarra en sitt eigið og reyna létta bátinn með því að henda björgunarkútunum fyrir borð í samkeppni sinni við OSE.

Upplýsingar um fyrirlestur Leeson má finna hér:
http://www.ru.is/?PageID=2447&NewsID=1726

Latest posts by Ásgeir H. Reykfjörð (see all)