Idrasl eða Isnilld
Nú eru komnar nokkrar vikur síðan Apple hóf söluna á Iphone símanum í Bandaríkjunum, eins og búast mátti við hafa viðtökur verið blendnar. Aðdáendur Apple eru mjög ánægðir ásamt stórum hópi, á meðan aðrir benda á að til eru sambærilegir eða betri símar á markaðnum.
Apple má eiga það að markaðsmenn þeirra kunna að markaðssetja vörur fyrirtækisins, á hverjum degi vikum áður en síminn fór í loftið voru umfjallanir um símann. Bæði jákvæðar og neikvæðar, enginn sími í sögunni hefur fengið jafn mikla fjölmiðlaumfjöllun. Þrátt fyrir að notkun símans sé bundin við eitt símafélag og hátt mánaðarlegt gjald hefur hann selst í bílförmum.
Umsagnir um símann hafa verið ótrúlega misvísandi, margir hafa dæmt símann sem ótrúlega lélegan síma en frábært margmiðlunartæki. Aðrir hafa dæmt þetta sem besta síma sögunnar. Sérstaklega hafa þessar umsagnir verið neikvæðar vegna þeirra loforða sem upphaflega voru gefin, að síminn sé einfaldlega ekki sú bylting sem var lofað.
Sagt hefur verið um aðdáendur Apple að hægt sé að selja þeim 2 dósir og spotta og þeir muni flykkjast í bílförmum að kaupa símann. Það er hins vegar ljóst að þessi sími er langt frá því að vera dósir og strengir og margt í honum er nýtt.
Helsta gagnrýni á símann hefur verið að ekki er hægt að skipta um rafhlöðu, til þess þarf að senda hann á sérhæft verkstæði eins og Ipod. Slíkt verkstæði finnst t.d. ekki á Íslandi. Snerti borðið á eftir að sanna sig, þegar til lengri tíma er litið en menn vilja fá sterka og áreiðanlega síma. Einnig skortir síman þriðjukynslóðar (3G) stuðning, en á móti hefur verið sagt að ekki sé markaður fyrir slíkt í Bandaríkjunum. Væntanlega hafa þeir bætt því við þegar Iphone kemur á markað eftir ár í Evrópu. Síminn þykir líka ekki henta vel fyrir viðskiptamenn, þar sem stuðningur við email þykir ekki nógu góður. Einnig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að bjóða ekki upp á MMS (margmiðlunar skilaboð) til að senda myndskilaboð, ipod leiki, búa til eigin hringitóna og að bæta við auka minniskorti.
Hins vegar eru kostir símans margir, t.d. þykir mjög gott að vafra á netinu með honum (þó ekki flash síður), snertiborðið þykir mjög gott og allir margmiðlunarþættirnir þykja góðir. Rafhlaðan er góð miðað við sambærilega síma (hins vegar ekki hægt að skipta eða vera með auka). Stýrikerfið er sagt mun betra en sambærileg stýrikerfi. Síminn þykir alveg frábær t.d. til að spila Youtube myndbönd, og kalla margir hann flottasta Ipodinn hingað til.
Aðrir benda á að aðrir símar eins og N95 frá Nokia standist samanburðinn fullkomlega, hvor sími hafi sina kosti en hvorugur síminn sé umfram hinn. T.d. er N95 með 5 mps myndavél, innbyggðan GPS og 3G gagnaflutning. Hins vegar sé Iphone með Mac Os stýrikerfi, en N95 sé með þekktara umhverfi frá Symbian. Margir benda á að sumir eiginlegar sem menn telja eðlilega séu alls ekki að finna í Iphone.
Það er alveg ljóst að Iphone hefur sett líf í samkeppnina, hvort sem menn eru Applemenn eða hafa bara áhuga á að kaupa sér góðan síma munu allir græða þessu. Símafyrirtækin munu keppast við að bæta símana sína með auknum krafti. Margar efasemdaraddir eru þó uppi um að Apple eigi eftir að umturna þessum markaði eins og með Ipod á sínum tíma, þetta er mun þroskaðri markaður en MP3 spilarar voru á þeim tíma þegar Apple hóf sölu á Ipod, hins vegar er hann margfalt stærri. Þeir ætla sér að minnsta kosti stóra hluti og eru nú á fullu að undirbúa næstu kynslóðir símanna.
- Það er njósnað um þig - 24. febrúar 2021
- Nútímamaður - 11. júlí 2020
- Langa dimma vetur - 10. júlí 2020