Undirritaður las rétt áðan, á fréttamiðlinum www.visir.is, frétt er bar fyrirsögnina: Árangur gegn sjóráni? Í henni voru kynnt til sögunnar þau gleðilegu tíðindi að samhæfðar aðgerðir ríkja við Norður-Atlantshafið gegn ólöglegum og óábyrgum fiskveiðum á svæðinu hefðu borið árangur. Hvað kemur það sjóránum við?
Hið dramatíska hugtak sjóræningjaveiðar hefur tekið sér bólfestu í íslensku máli og virðist ættað úr norsku. Benda verður á að þetta er afskaplega óheppilegt hugtak vegna tveggja ástæðna. Í fyrsta lagi getur hugtakið valdið ruglingi þar sem það endurspeglar ekki hugtakanotkun ríkjandi þjóðréttarreglna um sjórán og í öðru lagi er hugtakið ónákvæmt.
Á síðustu árum hefur athygli íslenskra stjórnvalda beinst í meira mæli að úthafsveiðum á Reykjaneshrygg. Spjótin hafa einkum beinst að óábyrgum veiðum. Þau skip sem stunda slíka iðju sigla iðulega undir hentifána og stundum eru veiðar þeirra kallaðar sjóræningjaveiðar. Það sem átt hefur sér stað á Reykjaneshreygg tengist hins vegar ekki sjóránum með nokkru móti. Reglur um sjórán eru aldagamlar og endurspegla ákvæði hafréttarsamnings SÞ þær. Í 1. málsl. 103. gr. hafréttarsamningsins eru sjóræningjaskip skilgreind. Samkvæmt því ákvæði telst skip sjóræningjaskip ef mennirnir, sem ráða mestu um stjórn þess, hyggjast nota það til þess að grípa til einhverra þeirra aðgerða sem getið er í 101. gr. Sú grein kveður á um eftirfarandi:
Sjórán felst í einhverri eftirfarandi aðgerða:
a) ólöglegri ofbeldis- eða haldsaðgerð, eða ruplaðgerð, sem áhöfn eða farþegar skips eða
loftfars í einkaeign grípa til í eiginhagsmunaskyni og beina:
i) gegn öðru skipi eða loftfari á úthafinu eða gegn mönnum eða eignum um borð í
þessu skipi eða loftfari;
ii) gegn skipi, loftfari, mönnum eða eignum á stað utan lögsögu ríkja;
b) aðgerð, fólginni í sjálfviljugri hlutdeild í starfrækslu skips eða loftfars með vitund um
staðreyndir sem gera það að sjóræningjaskipi eða -loftfari;
c) aðgerð, fólginni í því að hvetja til aðgerðar, sem lýst er í a- eða b-lið, eða auðvelda hana af ásettu ráði.
Augljóst er að þau skip sem eru að veiðum fyrir utan íslensku efnahagslögsöguna geta ekki talist sjóræningjaskip í þessum skilningi (og varla dettur neinum það í hug). Undirrituðum finnst full gróft að líkja aðgerðum þeirra er stunda óábyrgar veiðar við aðgerðum þeirra er stunda sjórán þar sem manndráp og limlestingar eru lifibrauð sjóræningja. Hins vegar er undirrituðum ljóst að hægt er að líta á slíkar veiðar sem rán sér í lagi ef menn líta á þær sem svokallaðan zero-sum leik.
Á ensku ganga óábyrgar veiðar undir nafninu IUU fishing (Illegal, unreported and unregulated fishing)* sem er mun nákvæmari lýsing á því sem átt er við. Gerður er greinarmunur á þremur tegundum óábyrgra veiða. Það eru því ekki ein tegund af óábyrgum veiðum heldur þrjár tegundir. Veiðar skipa geta svo falið allir tegundirnar í sér eða eða eina eða tvær. Undirritaður ætlar að leggja til að hætt verði að tala um sjóræningjaveiðar og í staðinn verði talað um óábyrgar veiðar enda koma sjórán veiðum ekkert við.
* Í plaggi frá FAO, The International Plan of Action to Prevent, Deter and Eliminate Illegal, Unreported and Unregulated Fishing, eru hugtökin “illegal fishing”, “unreported fishing”, and “unregulated fishing” skilgreind með eftirfarandi hætti.
3.1 Illegal fishing refers to activities:
3.1.1 conducted by national or foreign vessels in waters under the jurisdiction of a State, without the permission of that State, or in contravention of its laws and regulations;
3.1.2 conducted by vessels flying the flag of States that are parties to a relevant regional fisheries management organization but operate in contravention of the conservation and management measures adopted by that organization and by which the States are bound, or relevant provisions of the applicable international law; or
3.1.3 in violation of national laws or international obligations, including those undertaken by cooperating States to a relevant regional fisheries management organization.
3.2 Unreported fishing refers to fishing activities:
3.2.1 which have not been reported, or have been misreported, to the relevant national authority, in contravention of national laws and regulations; or
3.2.2 undertaken in the area of competence of a relevant regional fisheries management organization which have not been reported or have been misreported, in contravention of the reporting procedures of that organization.
3.3 Unregulated fishing refers to fishing activities:
3.3.1 in the area of application of a relevant regional fisheries management organization that are conducted by vessels without nationality, or by those flying the flag of a State not party to that organization, or by a fishing entity, in a manner that is not consistent with or contravenes the conservation and management measures of that organization; or
3.3.2 in areas or for fish stocks in relation to which there are no applicable conservation or management measures and where such fishing activities are conducted in a manner inconsistent with State responsibilities for the conservation of living marine resources under international law.
3.4 Notwithstanding paragraph 3.3, certain unregulated fishing may take place in a manner which is not in violation of applicable international law, and may not require the application of measures envisaged under the International Plan of Action`(IPOA).
- Fara fyrirætlanir E.C.A. Program gegn samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar? - 24. mars 2010
- …að vera eða vera ekki herloftfar… - 23. mars 2010
- Friðlýsingahugmyndir stangast á við hafréttarsamning SÞ - 19. maí 2009