Meirihluti bæjarstjórnar sveitarfélagsins Árborg, þar sem Samfylking, Framsókn og Vinstri grænir eru í meirihlutasamstarfi, ofmeta stórlega hlutverk sitt ef þeir líta svo á að það sé að eiga kaupa skemmtistað sveitarfélagsins. Segja má að meirihlutinn stígi upp í nýjar hæðir í kommúnískum hugsunarhætti með þessum kaupum.
Það hefur löngum loðað við sunnlenska smábæi ýmiskonar óspektir, og stundum slagsmál, en heldur meirihlutinn að vandamálin verði leyst með því að kaupa skemmtistaðinn?
Það skildi þó ekki vera að meirihlutinn bæjastjórnarinnar ætlaði að hafa starfsmannaafslátt á bæjarbarnum. Tja, maður spyr sig.
En svona minna í gríni og meira í alvöru þá tók meirihlutinn þessa kommúnísku ákvörðun eftir að hafa ráðstafað lóðinni þar sem skemmtistaðurinn stendur til byggingar á nýjum miðbæ.
Sá miðbær stefnir í að verða stærsta skipulagsslys í sögu Selfoss, þar sem á að planta blokkum, fjölbýlishúsum og fleiri blokkum í miðbæinn. Það er ekki eins og Selfoss sé stærsta bær í heimi, byggingarland sé af skornum skammti og þörf sé að fylla upp í miðbæinn með fjölbýlishúsum. Neibb, svo er ekki.
Íbúar sveitarfélagsins tjáðu hug sinn skýrt og greinilega til turnanna tveggja sem stóð til að reisa í miðbænum fyrir nokkru síðan. Fáir vildu fá miðbæ á Selfossi sem leit út eins og hann ætti heima í New Yorkborga og á endanum voru turnarnir slegnir út af borðinu. Eða það héldu íbúar sveitarfélagsins að minnsta kosti.
Raunin er að turnarnir hafa verið flattir út. Byggingarmagnið er það sama, það er bara búið að færa það til.
Í þessu samhengi er ágætt að minna á að í meirihluti samstarfi nú eru sömu sveitarstjórnarmenn, plús einn vinstri grænn, og í því meirihlutasamstarfi íbúar sveitarfélagsins höfnuðu í síðustu sveitarstjórnarkosningum. En það voru einmitt sveitarstjórnarmennirnir sem voru svo hrifnir af tvíburaturnunum.
Allt stefnir í að frá og með 1. júlí vera starfsmenn Pakkhússins og Pizza 67 atvinnulausir því að Sveitarfélagið keypti vinnustaðinn þeirra, lagði niður starfsemina og með því eina skemmtistaðinn á svæðinu. Og í framhaldi af því rísi útflött New Yorkborg við brúarenda Ölfusárbrúar.
Sumt af ofangreindu er auðvitað útúrsnúningur og fáránlegt að láta sér detta slíkt í hug, en við hverju má búast af meirihluta sem hafði um tíma þrjá bæjarstjóra á launum?
- Hoppandi beljur að vori - 17. maí 2020
- Eftir það var ekkert eins og áður - 4. apríl 2020
- Velkomin í martröð úthverfanna - 20. mars 2020