Hvernig getur það verið að í þróuðu nútímalegu upplýsingasamfélagi séu einungis örfáar fjölskyldur með alheimsvöldin? Hillary Clinton, Bill Clinton, George Bush Sr, George Bush Jr, Jeb Bush, Vladimir Putin, Lyudmila Putin. Ætli stjórnmál séu eins og tískan, það gamla verður aftur vinsælt. Erum við að stofna nýjar konungsfjölskyldur?
Konungsfjölskyldur eru hluti af fortíðinni og finnst mér að þær eigi einungis að sinna menningarhlutverki. Ef konungsríki nútímans óska þess að halda áfram á sömu braut þá er það þeirra val. En ég er ávallt á móti því að vald gangi í erfðir eða haldist innan of þröngra hópa. Þess vegna er ég mikill stuðningsmaður lýðræðis og þá sérstaklega fullrúalýðræðis þar sem valdhafar eru reglulega kjörnir af almenningi. En ekki erum við að upplifa glansmyndina sem lýðræðiskenningin býr til í huga okkar. Mér finnst við geta leyft okkur að hafa miklar áhyggjur. Ég mun útskýra af hverju.
Í nútíma lýðræðiskerfi á alþjóðavettvangi virðast völd ganga í erfðir. Næsta kynslóð konungsfjölskyldna er í mótun. Það er vitað að í flestum löndum eru völd innan þröngra hópa. Einnig á Íslandi. En þegar embætti eins og forsetaembætti Bandaríkjanna er farið að gang í erfðir yfir marga áratugi er ástæða til að hafa áhyggjur.
Það er ógnun fyrir alþjóðasamfélagið þegar fáeinar fjölskyldur halda flestum valdastöðum þess í marga áratugi. Það eru forsetar, forsætisráðherrar og konungar um allan heim. Þessir aðilar skipa einnig vini sína í önnur mikilvæg embætti. Það er ekki heilbrigt fyrir nokkurt kerfi eða fyrirtæki að leiðtogar þess séu valdir á röngum forsendum. Stjórnmálakerfi alþjóðasamfélagsins virðist hafa þann slæma eiginleika að líta stundum framhjá hæfileikum og velja í staðinn eftirnöfn eða skyldleika.
Ég hef sérstaklega miklar áhyggjur af Bandaríkjunum og Rússlandi. Miklar deilur virðast vera að myndast þar á milli og er það að mínu mati lykilatriði hvaða menn eða konur sitja í stöðu forseta þessara ríkja. Mikilvægt er að samskiptin þar á milli séu eins góð og mögulegt er. Nauðsynlegt er að forsetar þeirra hafi til dæmis hæfileika til að stunda eðlileg samkipti. Það má efast um samskiptarhæfileika núverandi forseta þessara tveggja ríkja.
Ný kynslóð konungsfjölskyldna
Frá árinu 1989 hafa Bush og Clinton fjölskyldurnar stjórnað í Hvíta Húsinu. Ef Hillary Clinton nær forsetakjöri árið 2008 og fær að sitja tvö kjörtímabil þá hafa einungis tvær fjölskyldur stjórnað valdamesta embætti í heimi í næstum því þrjá áratugi, frá árinu 1989 til 2016. Vladimir Putin tók við forsetaembætt Rússlands við árslok 1999 og sagt var frá því núna í vor að kona hans, Lyudmila Putin, sé hugsanlega að undirbúa framboð til að taka við embættinu. Ýmsir háttsettir aðilar í Rússlandi hafa lýst því yfir að óskað sé eftir framboði hennar. Eru þessir menn nokkuð vinir Putin fjölskyldunnar?
Ég verð að viðurkenna að mér þykir þetta afar skuggalegt og ég hef svo sem enga trú á jákvæðri þróun alþjóðasamfélagsins ef það á að þróast af dæmigerðum konungsfjölskyldum. Að valdaembættin skuli dreifast einungis á næsta fjölskyldumeðlim. Ætli hinn 54 ára gamli Jeb Bush, yngri bróðir George W. Bush, verði forseti á eftir Hillary Clinton? Jeb Bush er núna ríkisstjóri, alveg eins og stóribróðir var áður en hann náði kjöri forseta. George H. W. Bush, Bill Clinton, George W. Bush og núna Hillary Clinton og Jeb Bush?
Ég ætla ekki að fara spá eitthvað langt fram í tímann, en við vitum að Hillary er í framboði og að hún getur fengið tilnefningu Demókrata og orðið forseti á næsta ári. Með Hillary Clinton geta fjölskyldurnar tvær haldið áfram að stjórna Hvíta Húsinu.
Það er mitt mat að gott væri fyrir Bandaríkin og alþjóðasamfélagið í heild sinni að fá nýja leikmenn í þessi valdamiklu embætti. Ég þekki því miður ekki Rússlandi nægilega vel til að hafa einhverja skoðun þar, en fyrir Bandaríkin er svarið einfaldlega Barack Obama Jr.
Með von um að Obama verði næsti forseti Bandaríkjanna og klúðri þar með kenningu minni um að embættið gangi einungis í arð.
- Nafnlausi kröfuhafinn - 26. júní 2009
- Hello Europe! - 16. maí 2009
- Fjárframlög til stjórnmálaflokka - 11. apríl 2009