Þjóðin sigldi mjúklega inn í viðburðaríka helgi með því að horfa á undankeppni Eurovision á fimmtudagskvöldið. Sólin lék við landann og landsmet var sett í grilli og pizzuheimsendingum þetta kvöld, enda eftirvæntingin mikil að horfa á íslenska lagið flutt. Það er mál manna að íslensku flytjendurnir stóðu sig vel enda klikkar ekki flakksandi hár og loftgítarsóló í svona keppnum. Þegar á leið keppnina runnu þó tvær tvær grímur á landann. Í íslenska atriðinu var nefninlega ekki að finna hluti sem keppinautarnir notuðu óspart eins og bera kvenmannsleggi, búningaskiptingar á sviðinu né svífandi vasaklúta í bakgrunninum. Þá voru engir blævængir notaðir til að skapa létta stemmingu líkt og flestir hinna gerðu og Eiríkur virtist ekki hafa gleymt að hneppa að sér líkt og margir kynbræður hans sem stigu á stokk þetta kvöld. Atriðið okkar var einfaldlega of kúl.
Því miður komst Ísland ekki í hóp þeirra 10 þjóða sem fengu að halda áfram keppni á laugardagskvöldið í aðalkeppninni. Reyndar munaði ekki miklu, aðeins 20 júróstigum, og hafnaði Ísland í 13. sæti í undankeppninni. Mörgum brá í brún þegar í ljós kom að þjóðirnar sem komust áfram voru allar frá Austur Evrópu og því orðin yfirvofandi hætta á því að þær myndu jafnvel líka raða sér í efstu sætin í aðalkeppninni. Enda varð það raunin. Afleiðing lélegs gengis Vestur Evrópuþjóðanna er sú að þarlendir Evrópubúar sýna keppninni minni áhuga – en innflytjendur frá austri horfa með mikilli athygli – og kjósa sínar þjóðir. Niðurstaðan er sú að á næsta ári verða nær allar þjóðir í Vestur Evrópu í undankeppninni eftir að hafa goldið afhorð í aðalkeppninni og því þurfa þær að berjast um þau 10 sæti sem losna í aðalkeppninni á næsta ári. Keppnin verður því orðin skipt eftir austri og vestri.
Í upphafi átti keppnin að stuðla að sameiningu og bræðralagi meðal Evrópuþjóða, sem ítrekað lágu í sárum eftir blóðug átök. Miðað við hörð viðbrögð aðdáenda keppninnar við úrslitunum í ár, þá virðist annað vera uppi á teningnum þegar búið er að fella múrinn og þjóðir í austri geta um frjálst höfðu strokið – og keppt með Vestur Evrópubúum í Euróvision.
- Svarið við áskorunum framtíðarinnar en ekki lausnin á vanda nútímans - 2. júní 2020
- Lifum við á fordómalausum tímum? - 9. maí 2020
- Má ég, elskan? - 21. júní 2008