Stórmillar

Fyrir nokkrum vikum síðan las ég viðtal við Ögmund Jónasson í viðskiptablaðinu þar sem mikið var rætt um ójöfnuð og „stórmilla“. Áhyggjurnar af vaxandi ójöfnuði í þjóðfélaginu hljómuðu eins og ákall á Ísland fyrir 20 árum síðan, tíma óðaverðbólgu og þegar einhvern veginn allir voru fátækir.

Fyrir nokkrum vikum síðan las ég viðtal við Ögmund í viðskiptablaðinu þar sem mikið var rætt um ójöfnuð og „stórmilla“. Áhyggjurnar af vaxandi ójöfnuði í þjóðfélaginu hljómuðu eins og ákall á Ísland fyrir 20 árum síðan, tíma óðaverðbólgu og þegar einhvern veginn allir voru fátækir.

Allt tal um að stórmillar og auðjöfrar séu úr takt við samfélagið og stuðli að ójöfnuði og óeiningu meðal þess ýtir undir þá hugmynd að þetta sé raunverulegt vandamál. Margir þeirra auðjöfra sem svo eru nefndir hafa unnið sig baki brotnu upp í þá stöðu sem þeir eru komnir í dag.

Ég leyfi mér að fullyrða að „stórmillarnir“ eins og Ögmundur kallar þá þekki allir persónulega fólk sem ekki hefur það eins gott og þeir og þeir vita allir nákvæmlega hvernig það var að alast upp á Íslandi fyrir 30 árum síðan, þar sem ekkert beið þeirra, alla vega ekkert í líkingu við það sem þeir hafa nú skapað og áorkað.

Börnin þeirra ganga í sömu skóla og önnur börn, hafa sömu tækifæri til mennta og aðgang að sama heilbrigðiskerfi, þeir búa í sömu borg og allir hinir og greiða til baka til þess samfélags sem þeir eru hluti af í formi skatta og með frjálsum framlögum. Þeir eru einfaldlega hluti af samfélaginu.

Framkvæmdastjórar, forstjórar og „stórmillar“ átta sig flestir á því að auknu frelsi fylgir aukin ábyrgð. Ef þeir og fyrirtæki þeirra axla ekki þá ábyrgð af myndugleika eru litlar líkur til þess að til frambúðar muni þau njóta þeirrar velvildar yfirvalda og almennings sem þau gera í dag. Fjöldi stórfyrirtækja hefur þegar sýnt að þau geta axlað aukna ábyrgð með því að standa fyrir ýmis konar samfélagslegum verkefnum sem ekki eru eingöngu miðuð á beinan peningalegan hagnað fyrirtækja þeirra, heldur virkja afl og krafta starfsmanna sinna og almennings alls. Nægir hér að nefna þátttöku Glitnis í Reykjavíkurmaraþoninu, stuðning Baugs við UNICEF og nú nýjasta dæmið um þátttöku Kaupþings í Kolviði (www.kolvidur.is).

Latest posts by Katrín Helga Hallgrímsdóttir (see all)

Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar

Katrín Helga hóf að skrifa á Deigluna í október 2003.