Undanfarna mánuði hefur stjórnmálaumræðan að miklu leiti snúist um umhverfismál, sem er vel, því mikilvægt er að fólk sé meðvitað um umhverfi sitt og beri virðingu fyrir því. Í hreinu umhverfi felast mikil verðmæti og lífsgæði sem erfitt getur reynst að meta til fjár.
Stjórnmálaflokkar sem gert hafa að mestu leiti út á stefnu sína í umhverfismálum hafa stillt dæminu upp þannig að annað hvort sé fólk grænt eða grátt þegar kemur að þessum málaflokki. Hvað með þá einstaklinga sem finna sig ekki innan þessarar skilgreiningar, teljast þeir litlausir? Þessi nálgun hlítur að teljast nokkuð einkennileg þar sem flest mál eru ekki svo einföld að hægt sé að stilla þeim upp með þessum hætti. Ef þetta er aðferðarfræði þessara flokka þá hlítur að vera hægt að heimfæra hana á aðra málaflokka. Út frá þessu gæti fólk til dæmis verið annað hvort rautt og blátt þegar kæmi að hlutverki stjórnvalda, rauðir væru fyrir stjórnlyndi og bláir fylgjandi frjálslyndi.
Þegar þessi stopp start stefna, sem matreidd er ofan í þjóðina sem umhverfisstefna, er skoðuð nánar er niðurstaðan umhverfismál = álver. Þegar umhverfismál hefur borið á góma í umræðunni hefur lítið annað rætt um en álver, hve mörg, hve stór og hvar. Af hverju ræðum við ekki um endurnýjanlega orkugjafa, vistvæna bíla, vistvænar almenningssamgöngur, vistvæn innkaup, sorpflokkun, útrás orkufyrirtækja og þekkingar á umhverfisvænni orku.
Það er löngu orðið tímabært að við Íslendingar lítum í eigin barm þegar kemur að umhverfismálum og hver og einn byrji á að taka til í sínum ranni áður en ráðist er til atlögu á fyrirtæki og einstaklinga sem líta ekki á sig græna eða gráa einstaklinga.
- Þessi blessaða veira er fordómalaus, reynum að vera það líka - 30. mars 2021
- Má ég faðma þig? - 13. janúar 2021
- Til hamingju Frú Vigdís - 15. apríl 2020