Foringinn, foringinn, foringinn, foringinn. Þetta eru helstu kosningaáherslur R-listans. Engum heilvita manni þar á bæ dettur í hug að beina athygli borgarbúa að verkum R-listans, eða öðrum frambjóðendum. Og það er engin furða.
Af verkum R-listans á kjörtímabilinu ber tvennt hæst: í fyrsta lagi auknar álögur og í öðru lagi auknar skuldir. Hvernig rauðliðunum tókst þetta í bullandi góðæri hlýtur að vera rannsóknarefni hagfræðinga, eða kannski frekar mannfræðinga…
Og þá að framboðslistanum. Ekki er nema von að kosningastjórn R-listans beini sjónum almennings frá ákveðnum frambjóðendum, þar sem ýmsir munu vera með afar óhreint mjöl í pokahorninu. Einkum munu það vera Helgi Hörvar, sem verður væntanlega næsti forseti borgarstjórnar, og Hrannar B. Arnarsson. Þeir félagar ku eiga ófagran feril að baki í viðskiptum; tugmilljóna gjaldþrot sem þeir gengu frá með hreina samvisku en skildu eftir launalausa starfsmenn, sem þurftu að axla þungar byrðar í kjölfarið. Bestu vinir alþýðunnar þar á ferð – og greinilega miklir fjármálaspekingar, einmitt það sem borgarsjóður þarf á að halda…
- Rétta leiðin er aldrei auðveld - 3. febrúar 2023
- Foreldramótin - 10. júlí 2021
- Veiði eða della - 30. júní 2021