Að leika á tilfinningar almennings og gerast sjálfskipaðir talmenn hans í viðkvæmum dægurmálum – hverjir jafnast á við vinstrimenn í þeim efnum? Í eina tíð var það „undirlægjuháttur við erlent herveldi“ sem ógnaði „sjálfstæði og tilveru íslensku þjóðarinnar,“ eins og upphrópanir vinstrimanna hljómuðu þá. Nú hafa tekið við nýjar upphrópanir en hræsluáróðurinn sem að baki liggur er af sama sauðahúsi.
Nú er hefur baráttan gegn virkjun fallvatnanna tekið við af baráttunni gegn „hernámi Bandaríkjamanna“, sem móðursýkisáróður vinstrimanna. Á þeim er helst að skilja að til standi að sökkva hálendi Íslands eins og það leggur sig undir kolmórautt jökulvatn. Óneitanlega er mikill samhljómur með þessum málflutningi og þeim sem herstöðvarandstæðingar héldu uppi á sínum tíma. Þá varð það íslenska tungan og gott ef ekki íslensk menning sem var í hættu. Og hvað gerðist? Jú, ótrúlegt en satt, íslenska tungan og íslensk menning héldu velli þrátt fyrir veru varnarliðsins. Deiglan spáir því að hálendi Íslands muni að sama skapi halda velli, þrátt fyrir að einhverjum prómillum þess sé varið í að skapa umhverfisvæna orku.
- Rétta leiðin er aldrei auðveld - 3. febrúar 2023
- Foreldramótin - 10. júlí 2021
- Veiði eða della - 30. júní 2021