Loforðaflaumur ákveðinna flokka í kosningabaráttunni færist í aukana eftir því sem styttist í kjördag. Framsóknarflokkurinn og Fylkingin eru duglegust að lofa og fréttamenn falla iðulega í þá gildru að telja loforð um útgjöld mælikvarða á umhyggju flokkanna fyrir fólkinu í landinu. En skyldi minnkandi fylgi þessara flokka kannski stafa af því að almenningur í landinu hefur fengið sig full saddan af slíkri tombólupólitík, að fólk taki ekki mark á stjórnmálamönnum sem bregða sér í hlutverk jólasveinsins á fjögurra ára fresti?
Þá virðist tilraunin um sameiningu íslenskra jafnaðarmanna hafa farið út um þúfur. Að loknum kosningum verða að öllum líkindum fjórir flokkar á Alþingi, eins og verið hefur mest allt lýðveldisskeiðið. Allt bröltið á vinstri vængnum gerði því lítið annað en að breyta hlutföllunum, eyðileggja Alþýðubandalagið, þurrka út Kvennalistann og fá heim gamla flokkaflakkara úr Alþýðuflokknum. Eftir stendur „Samfylkingin“, með 25-30% fylgi, minni vinstri flokkur með 7-10% fylgi, Framsóknarflokkurinn á sínum stað og Sjálfstæðisflokkurinn sjaldan sterkari.
- Rétta leiðin er aldrei auðveld - 3. febrúar 2023
- Foreldramótin - 10. júlí 2021
- Veiði eða della - 30. júní 2021