Íslenska landsliðið hefur nú lokið þátttöku sinni í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Árangur þess í 4. riðli er mjög glæsilegur og hefur frammistaða liðsins verið landi og þjóð til sóma. Sérstaklega er árangurinn athyglisverður í því ljósi, að riðillinn var óumdeilanlega sá sterkasti af þeim níu riðlum sem keppt var í.
Óneitanlega er freistandi að velta því fyrir sér hvort Ísland hefði orðið meðal þátttöku þjóða á EM 2000 ef öðruvísi hefði dregist í riðla. Sem dæmi má taka 2. riðil þar sem röð liða varð eftirfarandi: Noregur, Slóvenía, Grikkland, Lettland, Albanía og Georgía. Deiglan heldur því hiklaust fram að íslenska landsliðið hefði unnið þennan riðil með fullu húsi stiga.
En viðtengingarháttur á ekki við í íþróttum og niðurstaðan er einatt á einn veg. Orðstír íslenska landsliðsins í knattspyrnu hefur hins vegar borist víða og ljóst að það hefur vaxið að virðingu með frammistöðu sinni á undanförnum mánuðum. Er ekki í það minnsta hálfur sigur unninn með því?
- Rétta leiðin er aldrei auðveld - 3. febrúar 2023
- Foreldramótin - 10. júlí 2021
- Veiði eða della - 30. júní 2021