„Áttu brjóstsyk handa mér, Jósep frændi?“
„Farðu í rassgat,“ svarar Stalín.
Á augabragði er myndavélinn beint að risavöxnu skilti sem á stendur: HANN GAT DREPIÐ!
– gamall austantjaldsbrandari –
Nú liggur engin vafi á því að Augusto Pinochet hafi verið, eins og flestir einræðisherrar, verulega vondur karl. Hann ber ábyrgð á morðum og pyntingum á þúsundum einstaklinga og hann hélt þjóð sinni í gíslingu í sextán ár.
Og jafnvel þótt maður samþykki þá greiningu á ástandinu að Salvador Allende hafi verið búinn að búta niður lýðræðisskipulagi og efnahag landsins á þeim þremur árum sem hann hafði gegnt embætti forseta, jafnvel þótt maður viðurkenni tsjilíska þingsins um að kalla á herinn til að koma á lögum og reglu í landinu hafi verið rétt og lögmæt, þá er auðvitað ekkert sem réttlætir þann óskapnað sem átti sér stað seinna meir.
Það er auðvitað ekki hægt að nota 3ja ára óstjórn kommúnista til að réttlæta 16 ára harðstjórn. Það er ekki hægt að nota ólöglegar landtökur og þjóðnýtingar til að rökstyðja morð, kúgun og pyntingar. Hugsanlega hefði þetta verið fyrirgefanlegt ef þingið hefði fengið afhent völdin innan skamms tíma og boðað hefði verið til kosninga, en það stóð auðvitað aldrei til.
Pinochet á sér hins vegar málsvörn. Hann missti völdin eftir þjóðaratkvæðagreiðslu 1988. Kim Jong Il mun ekki missa völdin í þjóðaratkvæðagreiðslu, Saddam Hussein mun ekki missa völdin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Annar suðuramerískur leiðtogi sem nú liggur við dauðans dyr á eyju í karabíska hafinu er heldur ekki líklegur til að tapa kosningum á allra næstu árum.
Því kannski sama hve vondir menn eru þá eiga þeir samt alltaf smá virðingu skilið ef þeir kunna að hætta með sæmilegri sæmd og láta völdin af hendi án þess að blóð fossi. Margir austurevrópskir leiðtogar eiga þakkir skilið fyrir að beita ekki hervaldi í lok níunda áratugarins heldur að gefa eftir. Pinochet er kannski svipað dæmi. Það er ekki hægt að segja margt gott um hann nema kannski það sama og í brandaranum um góðmennsku Stalíns.
Hann hefði getað drepið (meira).
- Taívan má ráða sér sjálft - 15. ágúst 2022
- Velheppnaður miðbær Selfoss - 26. júlí 2021
- Óþarfa bjölluat á göngustígum - 19. júlí 2021