Hinn hálfopinberi seríu dagur

Í tilefni þess að í dag er hinn hálfopinberi seríu dagur verður pistill dagsins um jólaseríur. Æði er runnið á ansi marga, á meðan aðrir skilja ekkert í þessu og hanga inni í hitanum og horfa á hina rembast við að skreyta, en aðrir skella sér út og rumpa þessu af á 5 mínútum með slöngum.

<%image(1/plakat1.jpg|250|178|plakat1.jpg)%><%image(1/plakat1.jpg|250|178|plakat1.jpg)%>

Í tilefni þess að í dag er hinn hálfopinberi seríu dagur verður pistill dagsins um jólaseríur. Sértu ekki trúaður á að hinn hálfopinbera dag í dag, skaltu bara bíða fram á kvöldið og sjá muninn frá því í morgun eða skelltu þér niður í Húsasmiðjuna og sjáðu röðina í seríudeildinni.

Það er eins og þessi dagur, sé dagurinn sem allir vakni, nái í flækjurnar í geymslunni sem voru teknar niður í snatri í fyrra og eyði honum til þess að reyna að koma einhverju viti í hnútana og reyni “trial and error” aðferðina við að finna finna sprungnu peruna í seríunni, bara til þess að komast að því að það voru tvær perur en ekki ein sem eru sprungnar.  Að sjálfsögðu er þá eina ráðið (og það sem átti að gera strax) að skella sér niður í Húsó og versla seríu sem er tvisvar sinnum stærri en sú sem var fyrir enda allt orðið svo ódýrt…
eða hvað? Svo ekki sé nú talað um úrvalið.

En auðvitað eru ekki allir eins í þessum bransa, meira að segja eru fjölmargar týpur í þessum geira. Hérna er listi með nokkrum þeirra:

  • Jólafílupúkunum, dettur nú ekki í hug að taka þátt í þessari
    vitleysu og skella ekki svo mikið sem einu ljósi út í glugga.
  • Hinir tilbúnu, eru ekkert að hafa fyrir því að taka niður skrautið eftir jól, til hvers að vera að taka þetta niður bara til að setja þetta upp aftur nokkrum mánuðum síðar. Bara skella í samband þegar kemur að stóra deginum, og í mesta lagi skipta um nokkrar sprungar perur (ef það þá)
  • Slöngumennirnir, skella sér út helst með ljósaslöngur, og rumpa þessu af á 5 mínútum. Því fyrr, því betra, án tillit til þess hvort gestir og gangandi geti svo mikið sem borið dýrðina augum, án þess að þurfa áfallahjálp.
  • Frumherjarnir, hlusta ekki á raddir annarra íbúa í fjölbýlum og skella upp eigin seríum eins og þeir byggju í einbýli. Helst allt öðruvísi en aðrir í blokkinni.
  • Listamennirnir, nýta sér hinar hefðbundnu seríur en þurfa að dreifa þeim á óhefðbundinn hátt, helst eins og þeim hafi verið kastað í gluggann án þess að það hafi verið skipulagt á nokkurn hátt.
  • Meðaljónarnir, fara út og gera það sem þeim bera skyldan til að setja nokkrar seríur upp.  Seríurnar í gluggunum er nokkuð beinir, magnið er nokkuð eðlilegt. Flestir fylla þennan hóp.
  • Hvítfliparnir, eru ekkert að hafa fyrir þessu sjálfir og fá sér aðkeypta aðstoð. Til hvers að eiga alla þessa peninga og geta ekki sýnt það með því að vera með flottasta garðinn í hverfinu.  Hvað er betra til þess fallið að beina athygli að nýja Bimmanum en flóðlýstur garður?
  • Ljósberarnir, eru bestu vinir orkuveitunnar. Með rafmagnsnotkun á við lítið álver og ljósmagn sem sést utan úr geimnum. Landsmenn allstaðar að koma til að berja ofbirtuna augum.

Víða erlendis t.d. á Norðurlöndunum er mun minna gert úr þessum ágæta sið, í skammdegi okkar íslendinga er fátt sem lýsur betur upp en einmitt jólaseríurnar.  Íslendingar eru orðnir hálf amerískir í þessum sið og
hefur fjöldi pera margfalast á undanförnum árum.  Það er ekki síst skemmtilegt að leyfa perunum að hanga uppi áfram fram yfir þrettándann og nóta ljóssins í myrkrinu fram yfir að mesta skammdeginu líkur.

<%image(1/jolaljos.jpg|263|261|jolaljos.jpg)%> <%image(1/jolaljos.jpg|263|261|jolaljos.jpg)%>
<%image(1/jolaljos.jpg|263|261|jolaljos.jpg)%>
<%image(1/jolaljos.jpg|263|261|jolaljos.jpg)%>
<%image(1/jolaljos.jpg|263|261|jolaljos.jpg)%>

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.