Hvað heyrist þegar börn deyja úr hungri í Darfur? Þegar ungum stúlkum er nauðgað í Úganda? Þegar börn eru send í herinn?…Ekkert…… Hún er sláandi auglýsing UNICEF þar sem bent er á hræðilegar staðreyndir utan úr heimi…..staðreyndir sem við heyrum ekki um annars. Við getum lagt okkar að mörkum með því að gerast heimsforeldrar í dag.
Dagur rauða nefsins er haldinn í fyrsta skipti á Íslandi í dag. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, UNICEF stendur fyrir honum og er markmiðið að hvetja sem flesta til að gerast heimsforeldrar, setja upp rauða trúðanefið og brosa.
Það er ótúlegt hve lítið framlag getur haft mikið að segja. Kostnaðurinn við að vera heimsforeldri eru þúsund krónur á mánuði. Sem heimsforeldri er hægt að breyta lífi fjölda barna sem eiga um sárt að binda og með framlaginu er hægt að aðstoða þau við að öðlast mannsæmandi líf. Þessar þúsund krónur duga kannski fyrir tveimur bollum á kaffihúsi á Íslandi og skipta flest okkar engu máli. Þessar sömu þúsund krónur kaupa hins bágstöddu barni í fjarlægum landi líf.
Þeir sem leggja til framlög geta verið vissir um að þau skili sér til þeirra barna sem þurfa á þeim að halda. Heimsforeldrar starfa með UNICEF við að bæta líf barna í heiminum. Markmiðin eru ekki ósvipuð þeim markmiðum sem foreldrar almennt setja sér. Grunnþörfum barnanna er sinnt og þau fá tækifæri á menntun og kost á að lifa gefandi og sjálfstæðu lífi.
Hugmyndin að baki Degi rauða nefsins er að gleðjast og gleðja aðra. Sérstaklega börn um allan heim sem eiga um sárt að binda og búa við sára neyð. Það gefur því tilefni til að brosa þegar búið er að skrá sig sem heimsforeldri. – Brosa allan hringinn.
- Eldgos, gjörðu svo vel! - 30. apríl 2021
- Ameríkuferð Reykjanesskagans - 2. mars 2021
- Þegar landið rís - 25. janúar 2021