Fjármálastjóri í Háskólanum


Fyrir tæpum tveimur vikum síðan var tilkynnt að ráðinn hefði verið fjármálastjóri Háskólans. Þessi tíðindi eru mjög jákvæð og stórt skref í því að gera greinarmun á akademískri stjórnun og fjármálastjórnun Háskólans. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur undanfarið bent á nokkur atriði í átt að betri fjármálastjórnun innan Háskólans.


Fyrir tæpum tveimur vikum síðan var tilkynnt að ráðinn hefði verið fjármálastjóri Háskólans. Þessi tíðindi eru mjög jákvæð og stórt skref í því að gera greinarmun á akademískri stjórnun og fjármálastjórnun Háskólans. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur undanfarið bent á nokkur atriði í átt að betri fjármálastjórnun innan Háskólans.

Í Háskólanum starfa fleiri hundruð prófessorar, lektorar, dósentar og aðrir akademískir starfsmenn. Meirihluti þessara starfsmanna er framúrskarandi á sínu fræðisviði og mjög til þess fallnir að kenna nemendum, stunda rannsóknir og jafnvel stýra akademískri stefnumótun og ákvörðunum. Það er hins vegar raunin að ekki mjög margir hafa reynslu og þekkingu á því hvernig reka á stórfyrirtæki, sem Háskólinn sannarlega er á íslenskan mælikvarða.

Fyrirkomulagið í Háskólanum til fjölda ára hefur verið þannig að ekki hefur verið til fagleg staða fjármálastjóra Háskólans. Einnig hafa deildarforsetar, sem hafa ábyrgð á fjármálum hverrar deildar, verið ráðnir til nokkurra ára í senn úr hópi fastráðinna starfsmanna deildarinnar. Þeir hafa flestir staðið sig vel hvað varðar akademýska umsýslu og stefnu deildanna, en því miður eru sumir þeirra langt í frá hæfir til að stýra deild sem veltir hundruðum miljóna á hverju ári. Menntun þeirra og starfsreynsla er einfaldlega á öðrum sviðum.

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur hefur mælt fyrir því að þessu fyrirkomulagi verði breytt og fjármálastjórnun í Háskólanum fundinn betri farvegur. Í þessu samhengi hefur Vaka bent sérstaklega á nokkur atriði:

1) Embætti fjármálastjóra Háskólans verði stofnað og í það verði ráðið á faglegum forsendum. Með því að ráða hæfan einstakling með menntun og reynslu í fjármálastjórnun má án vafa ná fram einföldun í mjög svo flóknum fjármálum Háskólans og því ættu fjármunirnir að nýtast mun betur.

2) Ráðinn verði fjármálastjóri eða framkvæmdastjóri innan hverrar deildar. Einnig mætti hugsa sér að einn slíkur yrði ráðinn fyrir nokkrar deildir saman, t.d. sameiginlegur framkvæmdastjóri fyrir heilbrigðisdeildir, verk-og raunvísindadeildir o.s.fr.

3) Sjálfstæði deilda verði aukið og Háskólinn sem slíkur yrði nokkurs konar regnhlíf fyrir sjálfstæðar skóla. Þetta fyrirkomula þekkist víða og er til að mynda mjög algengt í Bandaríkjunum. Með því að auka sjálfstæði deilda og jafnframt með því að fjárframlög frá ríkinu færu í auknum mæli beint til deildanna myndi ótvírætt skapast svigrúm til betri nýtingar fjármuna Háskólans. Það mætti síðan hugsa sér að deildirnar myndu kaupa sameiginlega þjónustu s.s. skráningu nemenda og tölvuþjónustu af Háskólanum.

Ef við skoðum nú hvernig staðan er núna og hversu mikið hún hefur breyst undanfarin ár út frá eftirfarandi baráttumálum Vöku er ekki annað hægt en að óska Kristínu Ingólfsdóttur rektor og Háskólanum til hamingju með árangurinn og hvetja Háskólann áfram til dáða í þessum efnum:

1) Embætti fjármálastjóra hefur nú verið stofnað og í það ráðið á faglegum forsendum.

2) Í fyrra var ráðinn sérstakur fjármálastjóri fyrir heilbrigðisdeildir Háskólans. Reynslan af þeirri ráðningu hefur verið mjög góð og er líklegt að þetta fyrirkomulag verði tekið upp víðar.

3) Samkvæmt stefnu Háskólans sem kynnt var síðastliðið vor er það á dagskránni að skoða vel og jafnvel endurskipuleggja skiptingu og fyrirkomulag á deildum innan Háskólans. Það er óskandi að Háskólaráð sem og deildir Háskólans taki vel í þessar hugmyndir á næstunni en Vaka mun stefna að því að halda þessari umræðu vel á lofti.

Latest posts by Andri Heiðar Kristinsson (see all)