Ég fór á minn fyrsta landsleik, hér á landi þegar mér var boðið á landsleik Íslands og Danmerkur. Þrátt fyrir að teljast í hópin andíþróttasinna, ákvað ég að skella mér á leikinn, enda boðið í bjór á undan. Bjórinn var góður.
Óhætt er að segja að ýmislegt hafi komið mér á óvart, t.d. hafði ég heyrt af því að menn hvettu landsliðið til dáða, en það virtist alls ekki vera mórallinn. Ekki nema kannski 30 sekúndur í senn, ftir að trommuleikarinn hætti að spila sambasólóið sitt. Miðað við hvatningunna er maður ekkert hissa á að þeir hafi tapað, ég held að meira hafi heyrst í þessum 1000 dönum, sem drukku ákaft sitt öl.
Spurning hvort ekki þurfa að taka upp á því að færa mönnum bjór. Amk. tók ein kona upp á því að styðja vel við liðið, en hún hafði örugglega fengið sér fleiri en einn bjór.
Íslendingar eru bara svo mikið inn í sér.
Sjálfum fannst mér ekkert sérstakt við þetta og almennt heillaðist ég ekki af knattspyrnu við leikinn. Fljótlega eftir að leikurinn byrjaði varð mér kalt og það hélst út leikinn.
Nokkrum hlutum komst ég að á meðan ég hlustaði á áhorfendur:
- Dómarinn var fífl – sama hvað hann gerir
- Eina konan sem virkilega studdi landsliðið var sagt að þegja, enda
var ekki fílingurinn að styðja landsliðið og konan söng ekki rétt lög - Pissuskálar eru snilld. 15 sekúndur á kjaft og ekkert kjaftæði.
- BMW hefur væntanlega flutt inn gám af bæklingum, því 50 síðna glansbæklingur birtist á hverjum bílglugga eftir leikinn. Langar ekkert sérstaklega í BMW.
- -Það er gay að vera gelaður. Amk. að mati þeira sem sátu fyrir aftan mig, og ræddu um leik menn sem settu gel í hárið fyrir leik.
Hefði ekki viljað bíða í kvennaröðinni.
Að þessu sinni töpuðu íslendingar bara með 2 mörkum, seinast þegar ég fór á landsleik töpuðu þeir með 6. Miðað við hálfunartíma bölvunarinnar sem hvílir á mér, þurfa að líða enn nokkur ár þangað til
ég get farið aftur á knattspyrnuleik. Ég hugsa að ég muni amk. nýta mér það næst þegar einhverjum dettur í hug að bjóða mér á landsleik.
Ég leyfði mér þó að horfa á loka mínútur konufótboltans í gær, sjálfur íþróttaandsinninn gat ekki stillt sig um það, enda töluvert meira spennandi en landsleikurinn og þar að auki kvennabolti. Þá ákváðu RÚV-menn að hætta sýningu á leiknum. Ég get bara gert ráð fyrir að þeir hafi ætlað að forða Valskonum undan bölvun minni. Þeir hafa amk. ekki hikað við að fresta fréttum eða hliðra dagskrárliðum, en þá hafa reyndar alltaf verið karlar að spila. Valskonur létu það ekki spilla fyrir sér gleðinni og óku kampakátar niður bæ á rauðri tveggja hæða rútu. Ég og fleiri notuðum tækifærið og flautuðum, hamingjuóskaflaut.
- Það er njósnað um þig - 24. febrúar 2021
- Nútímamaður - 11. júlí 2020
- Langa dimma vetur - 10. júlí 2020