Í sumar hafa margir fjölmiðlar farið hamförum í fréttum af eigin mannabreytingum. Síðan hvenær eru það fréttir þegar uppsetjari hættir á blaði eða þegar óþekkt fólk, sem fæstir vita hvað heitir, hættir á fjölmiðlum. Fólk skiptir reglulega um vinnu og það eru ekki allt fréttir. Það mæti líkja sumum þessara frétta við að sagt væri frá því að Jóna gjaldkeri eða Gunna skúringarkona hafi skipt um vinnu.
Fjölmiðlamenn þurfa að fara að taka sig saman um að segja alvöru fréttir, og ná sér aðeins út fyrir eigin kassa. Þótt það sér gúrka, eru það ekki fréttir þótt það hafi fækkað við kaffivélina eða að nýtt andlit hafi mætt við hana.
Þessar fréttir hafa auk þess mjög hátt vægi, þegar mannabreytingar hafa átt sér stað á fjölmiðlum eru þær oft hafðar sem fyrsta eða önnur frétt, á meðan aðrar og mun merkilegri fréttir þurfa að bíða. Þessar fréttir eiga þá heima þar sem hinir starfsmannafréttirnar eru, í endanum á viðskiptablaðinu eða síðar í fréttatímanum.
Að sjálfsögðu eru margar fréttir úr fjölmiðlaheiminum þess virði að birta, t.d. þegar fyrirtæki eru seld, þegar æðstu stjórnendur eða mjög eftirtektarvert fólk eru að skipta um vinnu. Þetta eru svipaðar fréttir og fjölmiðlar myndu segja frá öðrum en sjálfum sér.
Nú þegar Fróði hefur verið seldur, er sjálfsagt komin ró í þessar ráðningar og fréttaþyrst fólk getur haldið áfram að fá alvöru fréttir, af allskonar fólki en ekki bara fólki sem hefur ákveðið að segja okkur fréttir.
- Það er njósnað um þig - 24. febrúar 2021
- Nútímamaður - 11. júlí 2020
- Langa dimma vetur - 10. júlí 2020