Sjálfbærar gular síður

Wiki samfélög hafa sprottið upp um hin ýmsu samfélög, nýjasta eru gular síður. Fyrirtækin sem eru fyrir á þessum markaði hafa brugðist ókvæða við og farið í mál við þá sem standa að baki þessu. Hinar íslensku gulu síður hafa fátt að óttast, en eiga langt í land með að nýta sér þau tækifæri sem eru í boði.

Nú hefur lítið netfyrirtæki ollið uppnámi á markaðnum með gular síður í Bretlandi, en fyrirtækið opnaði síðu sem er kölluð Yellowikis. Síðan gengur út að það að einstaklingar eða fyrirtæki bæta sjálfum sér inn á gulusíðurnar og geta síðan viðhaldið upplýsingunum sjálf. Þetta er ókeypis, en stóru fyrirtækin sem halda úti gulum síðum hafa rukkað töluvert mikið fyrir birtingu á síðunum sínum.

Þetta litla fyrirtæki byggir á hugmynd feðgina sem settu þetta af stað, en þegar hefur verið farið í mál við þau þar sem krafist er að þau afhendi lénið og hætti að nota orðið „gulu“. Það eru eigendur vörumerkisins „yellowpages“ í Bretlandi sem höfða málið. Erfitt er að sjá beint tenginguna, eða að „yellowpages“ geti almennt átt réttinn á „gulu“, en með gríðarlegt fjármagn að baki sér munu fyrirtækið láta á þetta reyna gegn litla fyrirtækinu.

Á íslandi hafa gulu síðurnar aldrei verið merkilegt fyrirbrigði enda ein samhæfð símaskrá í landinu. Eitt sjálfstætt fyrirtæki hefur rekið hér gular síður í mörg ár, sem hafa almennt verið lítið notaðar. Ýmsir hafa gert tilraunir til þess að komast inn á þennan markað en þær tilraunir hafa yfirleitt varað stutt. Það er því ólíklegt að fyrirbrigði eins og Yellowikis myndu hafa mikil áhrif hérna, en nú þegar er sú síða í boði á 25 tungumálum og án vafa verður hún fljótlega þýdd á Íslensku.

Leitarvél íslensku símaskrárinnar (og þar með gulus íðanna) hefur nýlega verið uppfærð, áður var hún nánast ónothæf vegna þess hversu illa hún leitaði. Þegar leitað var af fyrirtækjum sem voru með mörg útibú voru jafnar líkur á að kæmi upp aðalnúmerið og númer einhvers af útibúanna. Þessu hefur nú verið breytt.

Það sem vekur samt mesta furðu hér á landi er hversu illa símaskráin á netinu er nýtt. Fyrirtæki eru enn að greiða fúlgur fjár fyrir að setja auglýsingar í pappírsútgáfuna, sem er mjög lítið nýtt orðið nú til dags á meðan flestir nota netið. Verði ekki breytingar á, má ætla að fyrirtækjum fækki sem hafa áhuga á að auglýsa í pappírsútgáfunni. Í dag eru um 75 þúsund gestir á viku á simaskra.is, sem segir allt sem segja þarf um notkunina. Nú þegar leitin hefur verið bætt ætti það að liggja í augum uppi fyrir fyrirtækið að selja auglýsingar á vefinn.

Hugmyndin að baki gulum síðum með wikipedia er í sjálfu sér ekki frumleg, en sýnir bara eitt dæmi af mörgum hvernig hægt er að nota sjálfbær samfélög til að halda utan um upplýsingar eins og gular síður. Hins vegar verður áhugavert að fylgjast með því hvernig Yellowikis á eftir að reiða af í dómskerfinu.

Áhugaverðar greinar um Yellowikis
http://www.bloggernews.net/2006/07/yell-threatens-to-shut-down-yellowikis_06.html
http://www.itnews.com.au/newsstory.aspx?CIaNID=34930&src=site-marq
http://www.straightupsearch.com/archives/2006/07/straight_up_sit_4.html

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.